Óvíst hvort umsóknir verði afgreiddar fyrir kosningar

Fjögur fyrirtæki sóttu um leyfi til að stunda hvalveiðar.
Fjögur fyrirtæki sóttu um leyfi til að stunda hvalveiðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra seg­ir að um­sókn­ir þeirra fjög­urra fyr­ir­tækja sem sótt hafa um leyfi til að stunda hval­veiðar séu í um­sagn­ar­ferli.

Hann seg­ir að það hafi skorti upp á gögn í sum­um mál­anna, sem bætt hef­ur verið úr, en fyr­ir­tæk­in fjög­ur sem um ræðir eru Hval­ur hf., út­gerðarfyr­ir­tækið Von­in ehf., Tjalda­tangi ehf. og Fateigna­fé­lagið Ból efh.

„Það er lög­boðið að mál­in fara í um­sagn­ar­ferli. Þegar því er lokið þá þarf að fara yfir stöðuna í ráðuneyt­inu og meðal ann­ars að meta ýmis laga­leg sjón­ar­mið um skil­yrði fyr­ir veiðum og öðru slíku,“ seg­ir Bjarni, sem er einnig starf­andi mat­vælaráðherra.

Bjarni seg­ir að ekki sé hægt að segja ná­kvæm­lega til um hvenær um­sókn­irn­ar verði af­greidd­ar en að hans mati séu þær í eðli­legu ferli.

Spurður hvort um­sókn­irn­ar verði af­greidd­ar fyr­ir kosn­ing­arn­ar seg­ir hann:

„Ég get bara ekki tjáð mig um það.“

mbl.is