Jólasíld ársins í fötur

Sigurpáll Hlöðversson rekstrarstjóri, Oddur Einarsson yfirverkstjóri og Karl Rúnar Róbertsson …
Sigurpáll Hlöðversson rekstrarstjóri, Oddur Einarsson yfirverkstjóri og Karl Rúnar Róbertsson gæðastjóri stýra síldargerðinni í ár. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Að und­an­förnu hef­ur starfs­fólk fiskiðju­vers Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað unnið við að setja jólasíld árs­ins í föt­ur. Jólasíld Síld­ar­vinnsl­unn­ar hef­ur verið fram­leidd í ára­tugi og er farið eft­ir strangri upp­skrift við fram­leiðsluna, að því er seg­ir í færslu á vef út­gerðar­inn­ar.

Fram kem­ur að það fær­ist bæði stemm­ing og mik­il gleði í mann­skap­inn við þessa vinnu, en síld er víða ómiss­andi part­ur af hátíðar­höld­un­um.

Mikil gleði ríkir þegar jólsasíldin er annars vegar.
Mik­il gleði rík­ir þegar jóls­asíld­in er ann­ars veg­ar. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Verk­un hófst í sept­em­ber

Sam­kvæmt venju hófst verk­un á hinni geysi­vin­sælu jólasíld Síld­ar­vinnsl­unn­ar í sept­em­ber og er upp­skrift­in leynd­ar­mál. Þeir sem lengst stýrðu fram­leiðslunni voru Har­ald­ur Jörgensen og Jón Gunn­ar Sig­ur­jóns­son en þeir Sig­urpáll Hlöðvers­son rekstr­ar­stjóri, Odd­ur Ein­ars­son yf­ir­verk­stjóri og Karl Rún­ar Ró­berts­son gæðastjóri hafa tekið við kefl­inu.

Of­uráhersla er lögð á nokkra þætti þegar fram­leiðslan fer fram, að sögn þeirra. „Í fyrsta lagi þarf síld­in að vera norsk-ís­lensk gæðasíld sem er ný­veidd og flutt vel kæld að landi. Í öðru lagi þarf að flaka síld­ina strax og hún berst að landi og skera hana niður í hæfi­lega bita. Í þriðja lagi þurfa bitarn­ir að liggja í salt­pækli í kör­um í ákveðinn tíma og að því loknu í ed­iks­legi. Í fjórða lagi eru síld­ar­bitarn­ir sett­ir í tunn­ur með ed­iks­legi og þar liggja þeir þar til þeim er pakkað í föt­ur með syk­ur­legi ásamt græn­meti og viðeig­andi kryd­d­jurt­um sem eiga sinn þátt í að skapa hið unaðslega og eft­ir­sótta bragð,“ seg­ir í færsl­unni.

Þessi merka jólasíld er fram­leidd fyr­ir starfs­fólk Síld­ar­vinnsl­unn­ar og þá sem tengj­ast fyr­ir­tæk­inu. Auk þess fá Hos­urn­ar, líkn­ar­fé­lag starfs­manna Fjórðungs­sjúkra­húss­ins í Nes­kaupstað, einnig síld í ákveðnu magni sem er seld til styrkt­ar sjúkra­hús­inu.

Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an
Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an
Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an
mbl.is