Auður sendir frá sér nýtt lag

Tónlistarmaðurinn Auður hefur gert það gott í Bandaríkjunum undanfarið.
Tónlistarmaðurinn Auður hefur gert það gott í Bandaríkjunum undanfarið. Ljósmynd/Aðsend

Tón­list­armaður­inn Auðunn Lúth­ers­son, best þekkt­ur und­ir lista­manns­nafn­inu Auður, hef­ur sent frá sér lagið Pen­ing­ar, pen­ing­ar, pen­ing­ar. Lagið er aðgengi­legt á streym­isveit­unni Spotify.

Texti lags­ins er beitt ádeila á neyslu­hyggju sam­tím­ans og skýt­ur tón­list­armaður­inn föst­um skot­um að yf­ir­völd­um í opn­un­ar­línu lags­ins:

„Ég kaupi landi fleiri fer­metra, set strák í hjóla­stól á göt­una.”

Auðunn hef­ur und­an­far­in tvö ár búið í Los Ang­eles og starfað sem tón­list­armaður og hljóðupp­töku­stjóri. Þar hef­ur hann meðal ann­ars verið hluti af beinu streymi Twitch-stjörn­unn­ar Kai Cenat og unnið tónlist fyr­ir lista­menn á borð við Social Hou­se, Prince Ndour, Adel­ina, YSA og ChiChi.

mbl.is