Diegó er fundinn

Kötturinn Diegó.
Kötturinn Diegó.

Kött­ur­inn Diegó er kom­inn í leit­irn­ar, en hann var tek­inn ófrjálsri hendi í Skeif­unni um helg­ina.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu sem lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur sent frá sér, að marg­ir hafi leitað katt­ar­ins, ekki síst Dýrfinna, sem séu fé­laga­sam­tök sem hjálpa týnd­um gælu­dýr­um og eig­end­um þeirra.

„Ýmsar ábend­ing­ar bár­ust Dýrfinnu meðan á leit­inni stóð og það leiddi til þess að lög­regl­an fann Diegó í heima­húsi í morg­un. Í fram­hald­inu var Diegó færður á lög­reglu­stöðina á Hverf­is­götu og var þar í góðu yf­ir­læti þangað til hon­um var komið í hend­ur eig­and­ans. Varla þarf að taka fram að það voru mikl­ir fagnaðar­fund­ir,“ seg­ir í til­kynn­ingu lög­reglu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina