Kanna útbreiðslu loðnunnar í desember

Aðalsteinn Jónsson SU mun halda í könnunarleiðangur í byrjun desember.
Aðalsteinn Jónsson SU mun halda í könnunarleiðangur í byrjun desember. mb.is/Börkur Kjartansson

Aðal­steinn Jós­son SU. upp­sjáv­ar­skip Eskju á Eskif­irði, mun halda í könn­un­ar­leiðang­ur í byrj­un des­em­ber til að meta hve langt aust­ur með land­inu loðnan sé kom­in. Fer rann­sókn­in fram sam­kvæmt samn­ingi Haf­rann­sókna­stofn­un­ar við út­gerðir loðnu­skipa, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un Rík­is­út­varps­ins.

Til­kynnt var um það í októ­ber að berg­máls­mæl­ing­ar í haust­leiðangri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar gæf­ur ekki til­efni til að stofn­un­in myndi mæla með því að loðnu­veiðar yrðu stundaðar á fisk­veiðiár­inu 2024/​2025. Mæld­ist heild­ar­magn loðnu 610 þúsund tonn.

Haft er eft­ir Guðmundi J. Óskars­syni, sviðsstjóra upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, að það séu út­gerðir með hlut­deild í loðnu sem greiða fyr­ir kostnaðinn af könn­un­ar­leiðangr­in­um. Kannað verður svæðið út af Norðaust­ur­landi að Kol­beins­eyj­ar­hrygg.

Að sögn Guðmund­ar séu eng­ar sér­stak­ar vís­bend­ing­ar sem farið er eft­ir í leiðangr­in­um en það hafa borist fregn­ir af loðnu frá tog­ur­um á þess­um slóðum.

Mik­il efna­hags­leg áhrif

Loðnu­brest­ur hef­ur veru­leg áhrif á at­vinnu­tekj­ur í þeim byggðarlög­um þaðan sem loðnu­veiðar eru stundaðar og þar með einnig á tekj­ur sveit­ar­fé­laga og fyr­ir­tækja á nærsvæðum.

Talið er að loðnu­brest­ur í vet­ur geti haft veru­leg áhrif á hag­vöxt lands­ins alls á næsta ári og gera ráð fyr­ir að loðnu­vertíð á kom­andi vertíð geti aukið hag­vöxt um 0,5 til eitt pró­sentu­stig.

Í janú­ar verður farið í hefðbundna vetr­ar­mæl­ingu á loðnunni og munu niður­stöður henn­ar ráða því hvort til­efni verði til að end­ur­skoða ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um að eng­ar loðnu­veiðar skulu eiga sér stað á kom­andi vetri.

Fjög­ur skip munu taka þátt í þeim mæl­ing­um. Tvö sem kostuð eru af Haf­rann­sókna­stofn­un og tvö sem eru kostuð af út­gerðum.

mbl.is