Stungu fyrir vinnsluhúsi First Water

Framkvæmdir Stefnt er að því að taka húsið í notkun …
Framkvæmdir Stefnt er að því að taka húsið í notkun haustið 2026.

Fyrstu skóflu­stung­ur að nýju vinnslu­húsi land­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins First Water við Laxa­braut í Þor­láks­höfn voru tekn­ar í fyrra­dag, en stefnt er að því að taka húsið í notk­un haustið 2026.

Voru það þær Sig­ríður Birna Ingi­mund­ar­dótt­ir, Amel­ía Ósk Hjálm­ars­dótt­ir og Val­gerður Friðriks­dótt­ir frá First Water sem tóku stung­urn­ar, ásamt Heiðrúnu Lind Marteins­dótt­ur fram­kvæmda­stjóra SFS, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

„Við erum virki­lega spennt fyr­ir fram­kvæmd­inni en þetta verður eitt stærsta og tækni­vædd­asta vinnslu­hús lands­ins. Þegar það kemst í fulla notk­un verða í kring­um 115 starfs­menn við vinnu þar og verður starf­semi í hús­inu alla daga árs­ins,“ seg­ir Val­gerður, mannauðsstjóri First Water.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: