Krefjast frestunar útgáfu hvalveiðileyfa

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands krefjast þess að ákvörðun um framtíð …
Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands krefjast þess að ákvörðun um framtíð hvalveiða verði tekin af nýrri ríkisstjórn með meirihluta á Alþingi að loknum kosningum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Land­vernd og Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands gera í bréfi til Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráðherra (sem einnig er mat­vælaráðherra), kröfu um að hann fresti því að af­greiða um­sókn­ir um leyfi til hval­veiða þar til ný rík­is­stjórn hef­ur verið mynduð.

„Vernd­un líf­rík­is sjáv­ar er brýn­asta hags­muna­mál lands­ins og veiðar á hrefn­um og langreyðum á grunni hæp­ins fyr­ir­vara við alþjóðlegu hval­veiðibanni mun ekki styrkja bar­áttu Íslend­inga fyr­ir vernd­un hafs­ins – lífs­hags­mun­um þjóðar­inn­ar,“ seg­ir í bréf­inu sem sent var for­sæt­is­ráðherra á dög­un­um.

Fjög­ur fyr­ir­tæki hafa sótt um leyfi til hval­veiða en ekki er vitað hvort um­sókn­ir verða af­greidd­ar fyr­ir kosn­ing­ar, sen stutt er til stefnu enda er kosið á morg­un. Starfs­stjórn gæti þó þurft að sitja nokk­urn tíma eft­ir kosn­ing­ar, allt eft­ir því hvernig viðræður um mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar munu ganag að kosn­ing­um lokn­um.

Sam­tök­in segjasst telja nauðsyn­legt að bíða eft­ir niður­stöðu starfs­hóps um lagaum­gjörð hval­veiða áður en ákvörðun er tek­in um hvort leyft verði að veiða hvali.

„Und­ir­rituð sam­tök krefjast þess að af­greiðslu um­sókna á leyf­um til hval­veiða verði frestað þar til ný rík­is­stjórn með stuðning meiri­hluta Alþing­is hef­ur verið mynduð og ráðherra mála­flokks­ins gefst tími til að sinna rann­sókn­ar­skyldu sinni með viðun­andi hætti,“ seg­ir í bréf­inu sem und­ir­ritað er af Þor­gerði Maríu Þor­bjarn­ar­dótt­ur for­manni Land­vernd­ar og Árna Finn­syni for­manni Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands.

Draga í efa efna­hags­leg­an ávinn­ing

Telja þau einnig „vand­séð“ hvaða til­gangi það myndi þjóna að veita leyfi til að veiða allt að 161 langreyð þar sme þeim þykir óljóst hvernig það efli ís­lensk­an efna­hag. Vísa þau til um­fjöll­un­ar jap­anska miðils­ins Asa­hi Shim­b­un um að í júlí hafi verið í Jap­an um tvö þúsund tonn af frosnu langreyðakjöti frá Íslandi ósellt á meðan talið er að Jap­an­ir leggi sér til munns um eitt til tvö þúsund tonn á ári.

„Ætla má að 150 dauðar langreyðar gæfu af sér um það bil 1.800 tonn af kjöti, sem færi lang­leiðina með að skapa veru­legt of­fram­boð á markaði fyr­ir hval­kjöt í Jap­an. Við bæt­ist að japönsk stjórn­völd hafa veitt leyfi til veiða á 59 langreyðum á ári inn­an 200 mílna efna­hagslög­sögu lands­ins, sem gefa af sér önn­ur 700 tonn af kjöti. Hval­kjöt frá Íslandi myndi því þrengja að vör­um frá Kyodo Sen­paku, sem einnig ger­ir út skip til veiða á langreyðum.“

Þá liggi fyr­ir að „japönsk fyr­ir­tæki sem selja hval­kjöt frá Íslandi vilja ekki bera lag­er­kostnaðinn af óseldu kjöti. Þar af leiðandi greiða þau helst ekki fyr­ir vör­una fyrr en hún hef­ur selst til smá­sölu­fyr­ir­tækja. Þangað til ber Hval­ur hf. kostnaðinn af að halda lag­er.“

Telja sam­tök­in „afar brýnt að starf­andi mat­vælaráðherra sinni rann­sókn­ar­skyldu ráðherra um þessi efni og upp­lýsi á hvern hátt veiðar á langreyðum til út­flutn­ings til Jap­ans styrki efna­hag lands­ins.“

mbl.is