Nick Cannon greindur með sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun

Nick Cannon.
Nick Cannon. Skjáskot/Instagram

Banda­ríski sjón­varps­maður­inn Nick Cannon hef­ur verið greind­ur með sjálfs­upp­hafn­ing­ar-per­sónu­leikarösk­un (e. Narciss­istic Per­sona­lity Disor­der).

Cannon ræddi op­in­skátt um reynslu sína af því að grein­ast með per­sónu­leikarösk­un­ina í hlaðvarpsþætt­in­um Coun­sel Cult­ure Show fyrr í mánuðinum og sagðist þurfa á hjálp að halda.

„Ég er enn að reyna að átta mig á þessu,” sagði Cannon meðal ann­ars við viðmæl­anda sinn, Dr. Cheyenne Bry­ant, sál­fræðing sem sér­hæf­ir sig í rösk­un­um af þess­um toga. „Ég hef verið að vinna í sjálf­um mér og er far­in að sjá breyt­ing­ar til hins betra.“

Kom á óvart en samt ekki

Sjón­varps­maður­inn sagði grein­ing­una hafa komið sér á óvart þrátt fyr­ir að hafa fundið fyr­ir nokkr­um ein­kenn­um áður en hann fékk grein­ingu.

Ein­kenni nars­iss­ista eru til dæm­is til­ætl­un­ar­semi, það að not­færa sér aðra, og til­finn­inga­leg kúg­un. Þeim er einnig sama þó svo að vel­gengni þeirra sé á kostnað annarra og eru upp­tekn­ir af hug­mynd­um um völd, frama og feg­urð.

Nars­iss­ist­ar hafa einnig mikla þörf fyr­ir aðdáun og hrós og upp­lifa sig oft og tíðum æðri öðrum.

Cannon, sem er 44 ára, hef­ur reglu­lega ratað í fjöl­miðla síðustu ár, þá helst vegna barna­fjölda, en sjón­varps­maður­inn á 12 börn með sex kon­um.

Fyrr á ár­inu lét hann tryggja á sér eist­un fyr­ir tíu millj­ón­ir banda­ríkja­dala eða sem sam­svar­ar rúm­lega ein­um millj­arði ís­lenskra króna. 

mbl.is