Þvertekur fyrir að hafa gengist undir fegrunaraðgerðir

Jocelyn Wildenstein.
Jocelyn Wildenstein. Skjáskot/Instagram

Jocelyn Wild­en­stein, eða katt­ar­kon­an eins og hún er kölluð í dag­legu tali, þver­tek­ur fyr­ir að hafa geng­ist und­ir fegr­un­araðgerðir í viðtali sem birt­ist í The Sun á þriðju­dag. Í viðtal­inu seg­ist hún ávallt hafa hræðst af­leiðing­ar slíkra aðgerða. 

Wild­en­stein, sem er 84 ára, hef­ur oft og tíðum verið milli tann­anna á fólki og ratað á síður fjöl­miðla, þá helst vegna mik­illa út­lits­breyt­inga. Hún fékk viður­nefnið katt­ar­kon­an vegna þeirra fjölda fegr­un­araðgerða sem hún er sögð hafa geng­ist und­ir á und­an­förn­um ára­tug­um, í til­raun til að líkj­ast katt­ar­dýri. Wild­en­stein seg­ir slík­ar frétt­ir af sér upp­spuna og að viður­nefnið komi vegna ást­ar henn­ar á katt­ar­dýr­um.

„Ég hef ekki geng­ist und­ir lýtaaðgerðir, ég er mjög hrædd við slíkt,“ sagði hún meðal ann­ars í sam­tali við blaðamann breska fjöl­miðils­ins. Wild­en­stein viður­kenndi þó að hafa prófað fylli­efni og sagði það hafa farið illa í sig. 

Wild­en­stein varð fræg þegar hún gekk í hjóna­band með millj­arðamær­ingn­um Alec N. Wild­en­stein árið 1978. Parið, sem skildi eft­ir storma­samt hjóna­band árið 1999, er sagt hafa gefið hvort öðru augn­lýtaaðgerðir í eins árs brúðar­gjöf og að upp úr því hafi hún gerst háð fegr­un­araðgerðum. 

 

mbl.is