Sveif um dansgólfið í örmum föður síns

Þetta var án efa ógleymanleg kvöldstund fyrir foreldra Apple og …
Þetta var án efa ógleymanleg kvöldstund fyrir foreldra Apple og foreldra hennar. Samsett mynd

Apple Mart­in, dótt­ir fyrr­ver­andi stjörnu­hjón­anna Chris Mart­in og Gwyneth Paltrow, sveif um dans­gólfið í örm­um föður síns á hinum ár­lega Le Bal de Dé­but­an­tes-dans­leik í Par­ís á laug­ar­dags­kvöldið.

Stúlk­an, sem er tví­tug að aldri og stund­ar nám í ensku við Vand­er­bilt-há­skól­ann í Nashville, vakti mikla at­hygli í him­in­blá­um síðkjól frá ít­alska tísku­hús­inu Valent­ino. Hún var ein af hefðarmeyj­um kvölds­ins og þótti bjóða af sér góðan þokka.

Apple mætti með ung­an sjarmör upp á arm­inn, en fylgd­armaður henn­ar var eng­inn ann­ar en þýsk-hol­lenski aðalsmaður­inn Leo Henckel von Donners­marck.

Fjöl­skylda Apple var öll mætt til að fagna þess­ari stund með henni, en for­eldr­ar henn­ar, yngri bróðir og móður­amma, leik­kon­an Blythe Danner, voru klædd í sitt fín­asta púss og tóku sig einnig vel út á dans­gólf­inu.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Vogue (@vogu­emagaz­ine)



mbl.is