Tillaga að 13 þúsund tonna leyfi Thors

Frá Þorlákshöfn.
Frá Þorlákshöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Mat­væla­stofn­un hef­ur unnið til­lögu að rekstr­ar­leyfi fyr­ir Thor land­eldi ehf. vegna land­eld­is­stöðvar fé­lags­ins við Laxa­braut vest­an við Þor­láks­höfn. Um er að ræða leyfi fyr­ir 13.150 tonna há­marks­líf­massa vegna seiða- og mat­fisk­eld­is á lax, bleikju og regn­bogasil­ungi, að því er frem kem­ur í til­kynn­ingu á vef Mat­væla­stofn­un­ar.

Síðastliðið sum­ar gaf Skipu­lags­stofn­un út álit í tengsl­um við áform fé­lags­ins um 20 þúsund tonna land­eld­is­stöð og tel­ur stofn­un­in fé­lagið hafa upp­fyllt kröf­ur um um­hverf­is­mat.

„Skipu­lags­stofn­un tel­ur að veiga­mestu um­hverf­isáhrif lax­eld­is Thor land­eld­is verði áhrif á grunn­vatn en að tölu­verð óvissa sé fyr­ir hendi um um­fang og eðli þess­ara áhrifa. Til að mæta þeirri óvissu þurfi að viðhafa mjög um­fangs­mikla vökt­un og skipta upp­bygg­ingu fyr­ir­tæk­is­ins í áfanga þar sem áhrif hvers áfanga liggja fyr­ir áður en ráðist verður í þann næsta,“ sagði í áliti stofn­un­ar­inn­ar.

Á síðasta ári var gengið frá samn­ing­um við ON um orku fyr­ir land­eld­is­stöð fé­lags­ins og var síðastliðið sum­ar tek­in skóflu­stunga vegna verk­efn­is­ins.

Uppbyggingaráformunum er lýst í umhverfismatsskýrslu Thors landeldis ehf.
Upp­bygg­ingaráformun­um er lýst í um­hverf­is­mats­skýrslu Thors land­eld­is ehf. Mynd/​Thor land­eldi

Meiri­hlut­inn í eigu sjóðs

Nokk­ur breyt­ing varð á eign­ar­haldi Thors land­eld­is hef. á síðasta ári er IS Haf fjár­fest­inga­sjóður slhf. festu kaup á 53% hlut í fé­lag­inu. Sjóður­inn er rek­inn af Íslands­sjóðum en fjár­fest­ar í hon­um eru Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur hf. sem jafn­framt er kjöl­festu­fjár­fest­ir sjóðsins, Brim hf. og nokkr­ir ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóðir.

Sjóður­inn var stofnaður á síðasta ári og var stærð sjóðsins um tíu millj­arðar króna.

mbl.is