DÍS kvartar til umboðsmanns Alþingis vegna hvalveiða

Hvalur níu kemur til hafnar í Hvalfirði.
Hvalur níu kemur til hafnar í Hvalfirði. mbl.is/Þorgeir

Dýra­vernd­ar­sam­band Íslands (DÍS) hef­ur ákveðið að beina kvört­un til umboðsmanns Alþing­is vegna ákvörðunar Bjarna Bene­dikts­son­ar starf­andi mat­vælaráðherra að leyfa veiðar á langreyðum og hrefn­um til fimm ára. 

„Dýra­vernd­ar­sam­band Íslands (DÍS) mót­mæl­ir harðlega ótíma­bærri ákvörðun um hval­veiðar til næstu fimm ára.

Í dag veitti Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra og mat­vælaráðherra í starfs­stjórn leyfi til veiða á langreyðum og hrefn­um til næstu fimm ára. Dýra­vernd­ar­sam­band Íslands hef­ur vegna þessa ákveðið að beina kvört­un til umboðsmanns Alþing­is þar sem sam­bandið tel­ur um hreina valdníðslu að ræða. 

Sam­kvæmt skráðum og óskráðum regl­um stjórn­skip­un­ar­rétt­ar eru vald­heim­ild­ir starfs­stjórn­ar tak­markaðri en hefðbund­inn­ar rík­is­stjórn­ar. Starfs­stjórn eft­ir lausn­ar­beiðni á ekki og má ekki, að okk­ar mati, taka jafn af­drifa­ríka ákvörðun í hápóli­tísku deilu­máli,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um.

mbl.is