„Þetta eru gríðarlega jákvæð tíðindi“

Vilhjálmur ræddi við mbl.is um fregnirnar.
Vilhjálmur ræddi við mbl.is um fregnirnar. Samsett mynd/Kristinn/Ómar

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, er kampa­kát­ur með ákvörðun Bjarna Bene­dikts­son­ar um að veita leyfi til veiða á langreyðum auk leyf­is til veiða á hrefnu til fimm ára. 

„Þetta eru gríðarlega já­kvæð tíðindi enda hið eina rétta í stöðunni, enda eru í gildi lög um hval­veiðar. Það skipt­ir máli að ís­lenskt sam­fé­lag átti sig á því að það er með auk­inni verðmæta­sköp­un sem við náum að viðhalda vel­ferð og auka vel­ferð,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. 

Bjarni Bene­dikts­son, starf­andi mat­vælaráðherra, gaf út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. auk leyf­is til veiða á hrefnu til tog- og hrefnu­veiðibáts­ins Hall­dórs Sig­urðsson­ar ÍS 14, sem er í eigu fé­lags­ins Tjald­tanga.

Gef­ur verka­mönn­um góða tekju­mögu­leika

Vil­hjálm­ur seg­ir að Hval­ur hf. hafi skilað 21 millj­arði króna í út­flutn­ings­tekj­ur nú­virt frá ár­inu 2010. Þess­ar tekj­ur hafi að stór­um hluta orðið eft­ir í nærsam­fé­lag­inu á Akra­nesi. 

Hann seg­ir að þetta séu gríðarlega já­kvæðar frétt­ir og nefn­ir að yfir hval­veiðivertíð, sem var­ir í um fjóra mánuði, gef­ist verka­mönn­um mjög góðir tekju­mögu­leik­ar. 

„Þetta eru meðallaun sem eru svona í kring­um eina og hálfa millj­ón hjá verka­manni. Vissu­lega er mikið vinnu­fram­lag en þetta eru góðir tekju­mögu­leik­ar og þetta skipt­ir okk­ur hér gríðarlega miklu máli. Ég tala nú ekki um þau nærsam­fé­lög sem hafa mikl­ar og góðar út­svar­s­tekj­ur af þess­um störf­um,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

mbl.is