„Umsagnarferlinu var lokið“

Veiðar á langreyði og hrefnu hafa verið leyfðar á nýjan …
Veiðar á langreyði og hrefnu hafa verið leyfðar á nýjan leik, en matvælaráðherra kunngjörði ákvörðun sína þar um í gær. mbl.is/Eggert

„Ráðuneytið hef­ur haft um­sókn­ir um veiðar á langreyði og hrefnu til meðferðar í nokkr­ar vik­ur og mánuði. Um­sagn­ar­ferl­inu var lokið sem og at­hug­un ráðuneyt­is­ins að öðru leyti og þá er eðli­legt að tek­in sé afstaða til er­ind­is­ins sem ég hef nú gert,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son mat­vælaráðherra í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Til­kynnt var í gær um að hval­veiðar hafa verið heim­ilaðar með út­gáfu leyf­is mat­vælaráðherra til Hvals hf. til veiða á langreyðum.

Einnig var gefið út leyfi til hrefnu­veiða til tog- og hrefnu­veiðibáts­ins Hall­dórs Sig­urðsson­ar ÍS 14 sem er í eigu Tjald­tanga ehf., en þrjár um­sókn­ir bár­ust um leyfi til hrefnu­veiða og ein um­sókn til veiða á langreyðum. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá mat­vælaráðuneyt­inu.

„Einn um­sækj­andi upp­fyllti skil­yrði til að stunda hrefnu­veiðar og Hval­ur hf. til veiða á langreyði eins og áður. Hval­ur hef­ur fengið út­gef­in leyfi tvisvar á kjör­tíma­bil­inu sem var að ljúka og einnig fengið leyfi á fyrri árum,“ seg­ir Bjarni.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: