Beyoncé sú besta á þessari öld

Beyoncé er talin áhrifamesti popptónlistarmaður síðari ára.
Beyoncé er talin áhrifamesti popptónlistarmaður síðari ára. Ljósmynd/AFP

Popp­drottn­ing­in Beyoncé Know­les hef­ur verið val­in sú besta á þess­ari öld af Bill­bo­ard-tíma­rit­inu. Nú þegar eru aðeins tutt­ugu- og fjög­ur ár liðin og tíma­bært að þeirra mati að nefna þann sem staðið hef­ur upp úr. Starfs­fólk Bill­bo­ard komst að þess­ari niður­stöðu þegar þau tóku sam­an lista yfir áhrifa­mestu popp­tón­list­ar­menn síðustu 25 ára.

Árið 2000 komst Beyoncé á Bill­bo­ard Hot 100-list­ann sem meðlim­ur í hljóm­sveit­inni Dest­iny's Child fyr­ir lagið Say My Name og hef­ur setið á list­an­um margoft síðan þá.

Tayl­or Swift er einnig of­ar­lega á list­an­um en Beyoncé er tal­in hafa haft meiri áhrif á sviði tón­list­ar­inn­ar. Einnig er hún tal­in hafa viljað þró­ast og feta nýj­ar slóðir. Það eru auðvitað enn fjöl­mörg ár eft­ir af öld­inni og áhuga­vert væri að vita hvort Bill­bo­ard verði sömu skoðunar við lok ald­ar­inn­ar.

Bill­bo­ard

mbl.is