Milljarðar greiddir í veiðigjald

Þorskur er sem fyrr afar mikilvægur íslenska þjóðarbúinu.
Þorskur er sem fyrr afar mikilvægur íslenska þjóðarbúinu. Morgunblaðið/Eggert

Á fyrstu tíu mánuðum árs­ins hafa ís­lensk­ar út­gerðir greitt 8.539 millj­ón­ir króna í veiðigjald, sam­kvæmt sam­an­tekt á vef Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, SFS. Það sé 2% lægri fjár­hæð en út­gerðirn­ar höfðu greitt fyr­ir veiðar á sama tíma­bili í fyrra en þá var heild­ar­fjár­hæðin kom­in í 8.787 millj­ón­ir króna eft­ir tíu mánuði. Þá voru hins veg­ar loðnu­veiðar leyfðar en eng­inn loðnu­kvóti var gef­inn út í ár.

„Eng­inn loðnu­kvóti var gef­inn út á þessu ári, sem hef­ur óhjá­kvæmi­leg áhrif á fjár­hæð veiðigjalds­ins, enda greiddu út­gerðir 1.784 millj­ón­ir vegna veiða á loðnu á síðasta ári. Sé veiðigjald af loðnu und­an­skilið í töl­un­um teikn­ast upp allt önn­ur mynd. Þá er heild­ar­fjár­hæð veiðigjalds­ins rúm­lega 23% hærri á fyrstu tíu mánuðunum í ár en á sama tíma­bili í fyrra,“ seg­ir í færsl­unni hjá SFS.

Þorskveiðar skila hæstri upp­hæð í rík­iskass­ann í gegn­um veiðigjaldið. Gjaldið af þorskveiðum var 4,748 millj­ón­ir á fyrstu tíu mánuðum árs­ins og sam­kvæmt töl­um SFS er það 45% hærri upp­hæð en á sama tíma í fyrra. „Það má að stærst­um hluta rekja til þess að upp­hæð veiðigjalds­ins á hvert kíló af þorski er mun hærri í ár en hún var í fyrra, eða 26,66 krón­ur á móti 19,17 krón­um. Þar að auki var þorskafl­inn rúm­lega 4% meiri.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: