Sunneva og Benedikt krúttuðu yfir sig

Sunneva Eir Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason.
Sunneva Eir Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason. Ljósmynd/Pétur Fjeldsted

Sunn­eva Eir Ein­ars­dótt­ir, sam­fé­lags­miðla- og hlaðvarps­stjarna, og sam­býl­ismaður henn­ar, Bene­dikt Bjarna­son, krúttuðu yfir sig á TikT­ok í gær­dag.

Parið, sem fagnaði fimm ára sam­bandsaf­mæli sínu fyrr á ár­inu, deildi mynd­skeiði af sér að prófa vin­sælt TikT­ok-trend sem tröllríður öllu um þess­ar mund­ir.

Trendið spratt upp í kjöl­far vin­sælda lags­ins Slim Pickens í flutn­ingi banda­rísku popp­stjörn­unn­ar Sa­br­inu Carpenter. Í lag­inu má heyra Carpenter, sem hef­ur gefið út hvern smell­inn á fæt­ur öðrum síðustu mánuði, syngja: „A boy who's jacked and kind” sem má gróf­lega þýða sem „strák­ur sem er vöðvastælt­ur og ljúf­ur“.

Fljót­lega eft­ir út­gáfu lags­ins fóru ung­ar stúlk­ur víða um heim að deila mynd­skeiðum af mössuðum kær­ust­um sín­um að lyfta sér upp og er það ná­kvæm­lega það sem Bene­dikt ger­ir í mynd­skeiðinu. Hann lyft­ir Sunn­evu upp á aðra öxl sína og sýn­ir þannig fylgj­end­um pars­ins hversu sterk­ur og góður dreng­ur hann er.

mbl.is