#55. - „Algerlega nýr stimpill á Viðreisn“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og ráðherra, er gest­ur Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í nýj­asta þætti Spurs­mála.

    Þátt­ur­inn var sýnd­ur hér á mbl.is fyrr í dag en upp­töku af hon­um má nálg­ast í spil­ar­an­um hér að ofan, á Spotify og Youtu­be, og er hún öll­um aðgengi­leg.

    Stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður og stríðsátök

    Líkt og þekk­ist hef­ur Björn viður­hluta­mikla þekk­ingu og reynslu á hinu póli­tíska sviði. Í þætt­in­um spá­ði hann í spil­in um þær stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður sem nú standa yfir á meðal Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins og hvers megi vænta af því sem fram­vind­ur í viðræðunum.

    Ýmis hags­muna­mál þjóðar­inn­ar eru und­ir í þeim efn­um en haft er eft­ir for­manni Viðreisn­ar, og mögu­leg­um næsta for­sæt­is­ráðherra, að slæm af­koma rík­is­sjóðs hafi gert viðræðurn­ar vanda­sam­ari en ella þrátt fyr­ir að al­mennt ríki samstaða á milli formanna flokk­anna þriggja; Kristrúnu Frosta­dótt­ur, Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur og Ingu Sæ­land. Hafa þær ít­rekað látið hafa eft­ir sér að viðræðunum miði vel og að von­ir standi til um að mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar tak­ist fyr­ir jól.

    Einnig var rætt við Björn um stöðuna sem nú rík­ir úti í heimi. Verða nýj­ustu vend­ing­ar í átök­un­um í Úkraínu og Sýr­landi til umræðu og mat lagt á stöðuna þar í tengsl­um við póli­tískt umrót sem stríðsátök­um fylg­ir.

    Fá hár­in til að rísa

    Auk Björns mættu til leiks rit­höf­und­arn­ir Ragn­ar Jón­as­son og Yrsa Sig­urðardótt­ir og rýndu helstu frétt­ir í líðandi viku. Þar var á nógu að taka að vanda bæði hér heima en ekki síður er­lend­is frá. Morðið á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fyr­ir­tæk­is Banda­ríkj­anna hef­ur verið í há­mæli í vik­unni. Þar með gafst fær­ustu glæpa­sagna­höf­und­um lands­ins, og þó víðar væri leitað, tæki­færi til að tjá sig um all­an þann hryll­ing sem dag­lega ger­ist í raun­heim­um og hugs­an­lega verður kveikj­an að þeirra skáld­skap í ein­hverj­um til­fell­um.

    Ekki missa af líf­legri sam­fé­lags­um­ræðu í Spurs­mál­um hér á mbl.is alla föstu­daga klukk­an 14.

    Ragnar Jónasson, Björn Bjarnason og Yrsa Sigurðardóttir eru gestir Stefáns …
    Ragn­ar Jónas­son, Björn Bjarna­son og Yrsa Sig­urðardótt­ir eru gest­ir Stef­áns Ein­ars Stef­áns­sonarí nýj­asta þætti Spurs­mála. Sam­sett mynd/​María Matth­ías­dótt­ir
    mbl.is