Björgunarskipið Þór selt til Súðavíkur

Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson

Björg­un­ar­skipið Þór sem verið hef­ur í eigu Björg­un­ar­fé­lags Vest­manna­eyja hef­ur verið selt til Björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Kof­ra í Súðavík og var skipið híft um borð í varðskipið Freyju í gær sem flyt­ur Þór til nýrra heim­kynna.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið seg­ir Arn­ór Arn­órs­son formaður Björg­un­ar­fé­lags­ins að Þór hafi þjónað Eyja­mönn­um vel í ríf­lega 30 ár, en hann kom til Eyja 1993.

„Þór er bú­inn að þjóna okk­ur vel og bjarga mörg­um manns­líf­um,“ seg­ir hann, en kveðst þó ekki hafa tölu á þeim enda skrán­ing þar um ekki ná­kvæm fyrstu árin.

„Þór er bú­inn að vera til sölu í fá­ein miss­eri,“ seg­ir Arn­ór, en á end­an­um fór það svo að Súðvík­ing­ar keyptu skipið. Ekki vildi Arn­ór gefa upp sölu­verðið, en kvað báða aðila vera sæmi­lega sátta við viðskipt­in og ánægða með að skipið nýt­ist áfram til björg­un­ar­starfa.

Varðskipið Freyja lét úr höfn í Eyj­um um miðjan dag í gær og hélt áleiðis til Súðavík­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: