Gáttaðir á því hvað Hulda er gott sjóskip

Hulda Björnsdóttir þykir sérlega sparneytið skip með 2.380 KW hæggenga …
Hulda Björnsdóttir þykir sérlega sparneytið skip með 2.380 KW hæggenga aðalvél, öflugan gír og niðurfærslu niður stóra skrúfu. Ljósmynd/Roberto Tolin

Öll helstu kerf­in virkuðu í fyrstu veiðiferð Huldu Björns­dótt­ur GK-11, en á nýj­um skip­um tek­ur tíma að slípa allt til, að því er fram kem­ur í des­em­ber­blaði 200 mílna.

„Það er svo sem lítið búið að ger­ast. Hulda er búin að vera þrjá daga á veiðum síðan skipið kom. Þegar hún átti að fara á veiðar núna síðast kom upp leki í ofna­kerf­inu uppi í brú. Þá var ákveðið að bíða þar til búið væri að lag­færa það,“ seg­ir Hrann­ar Jón Em­ils­son, út­gerðar­stjóri Þor­bjarn­ar í Grinda­vík, í spurður hvernig hafi gengið eft­ir að Hulda Björns­dótt­ir GK-11 hélt til veiða.

Hrannar Jón Emilsson
Hrann­ar Jón Em­ils­son

Hulda er nýr ís­fisk­tog­ari sem kom til lands­ins um miðjan októ­ber. Skipið er 58 metra langt og 13,6 breitt og mun vera fyrsta ný­smíðin sem Þor­björn ræðst í síðan 1967.

Þegar rætt var við Hrann­ar hafði Hulda ný­lokið prufutúr þar sem veiðarfæri, spil og milli­dekk voru prófuð. Hann seg­ir að þrátt fyr­ir lek­ann í ofna­kerf­inu hafi öll helstu kerfi virkað sem skyldi.

Um­fjöll­un­ina má lesa í heild sinni hér.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: