Staða Rússlands veikst gríðarlega

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Fáir Íslend­ing­ar búa yfir jafn mik­illi þekk­ingu og yf­ir­sýn á ut­an­rík­is- og varn­ar­mál­um og Björn Bjarna­son. Hann er nýj­asti gest­ur Spurs­mála.

    Hann seg­ir að það hafi komið á óvart í liðinni viku hversu hratt veldi Bashars al-Assads for­seta Sýr­lands hrundi. Þar hafi rúss­neski björn­inn ekki getað komið til hjálp­ar eins og vænt­ing­ar voru um í Dam­askus.

    Minn­ir á Sov­ét­rík­in

    „Pútín hef­ur eng­an þrótt, hann ein­beit­ir sér all­ur að Úkraínu. Hann get­ur ekki beitt neinu valdi, hann minn­ir svo­lítið á þegar Berlín­ar­múr­inn hrundi, þegar Gor­batchev hafði þá sagt við stjórn­end­ur komm­ún­ist­anna í Aust­ur-Þýskalandi, ég get ekki bjargað ykk­ur, þið verðið að leysa vanda ykk­ar sjálf­ir, ég hef eng­an mátt til að aðstoða ykk­ur.“

    Seg­ir Björn að gríðarleg gerj­un eigi sér nú stað í alþjóðamál­um, ekki aðeins með falli ein­ræðis­herr­ans í Sýr­landi. Hið sama eigi við um fall Hez­bollah-sam­tak­anna í Líb­anon, Ham­as-sam­tak­anna á Gasa­svæðinu og þannig mætti áfram telja.

    Spurn­ing­in sé hvar næstu stórviðburðir verði. Ein­hverj­ir leyfi sér að benda bein­lín­is á Rúss­land sjálft í því sam­bandi.

    „Það get­ur nátt­úr­lega það sama gerst, menn eru að skrifa um það að efna­hag­ur Rúss­lands sé orðinn svo slæm­ur að það minni helst á síðustu daga Sov­ét­ríkj­anna. Að það kunni að ger­ast eitt­hvað slíkt í Rússlandi. Ég er ekki að spá því vegna þess að Kín­verj­ar eru komn­ir svo mikið þarna inn og þeir hafa ekki hag af því að Rúss­land falli sam­an eins og Sov­ét­rík­in gerðu en þetta er á ein­hverj­um svona punkti.“

    Stór­ir straum­ar að verki

    Þá seg­ir Björn að það séu fleiri stór­ir straum­ar að verki þessi dægrin.

    „En það má líka segja að frá 5. nóv­em­ber, þegar Trump var kjör­inn for­seti, höf­um við orðið vitni að ein­hverj­um straum­um inn­an Þýska­lands, í Frakklandi, í Sýr­landi, í öllu þessu um­hverfi sem er þannig að við erum kannski kom­in inn í nýtt ferli, ein­hver þátta­skil hafa orðið sem við erum að upp­lifa en átt­um okk­ur ekki á,“ seg­ir Björn.

    Þá bendi margt til þess að hryðju­verka­árás­in sem gerð var í Ísra­el í októ­ber 2023 hafi hrundið af stað at­b­urðarás sem hermd­ar­verka­menn­irn­ir hafi ekki séð fyr­ir. Þar hafi þeir mis­reiknað sig hrap­al­lega.

    Mun ít­ar­legra sam­tal við Björn er aðgengi­legt á vett­vangi Spurs­mála á mbl.is og einnig á Spotify og Youtu­be. Hlekk­ur á það er hér að neðan:

     

    Spursmál Björn Bjarnason ræddi alþjóðamálin í Spursmálum. Hann segir gríðarlega …
    Spurs­mál Björn Bjarna­son ræddi alþjóðamál­in í Spurs­mál­um. Hann seg­ir gríðarlega gerj­un nú eiga sér stað. Morg­un­blaðið/​María
    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:
    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur: