Lítil samþjöppun aflaheimilda

Mjög dreift eign­ar­hald er á afla­heim­ild­um í flest­um teg­und­um sam­kvæmt viðmiðum evr­ópskra sam­keppn­is­reglna. Sam­keppnis­eft­ir­litið styðst við um­rædd viðmið og seg­ir þau áreiðan­leg­ustu leiðina til að mæla samþjöpp­un.

Ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið Arev hef­ur verið að þróa hug­búnað til að auka gagn­sæi á markaði fyr­ir samþjöpp­un afla­heim­ilda í sjáv­ar­út­vegi. Stuðst er bæði við sögu­leg gögn sem og nýj­ustu gögn til að reikna út sam­keppn­is­stuðla.

Einn þeirra stuðla sem Arev hef­ur reiknað út er svo­kallaður Herf­indahl-Hirschm­an-stuðull sem þekkt­ur er und­ir skamm­stöf­un­inni HHI. „Sá er tal­inn ein áreiðan­leg­asta vís­bend­ing­in um hve mik­il samþjöpp­un á markaði er,“ seg­ir á vef Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Þá seg­ir að „markaðir þar sem HHI-gildi eru und­ir 1.000 eru al­mennt tald­ir vera virk­ir sam­keppn­ismarkaðir. Samþjöpp­un telst í meðallagi þegar HHI-gildi er á bil­inu 1.000 til 1.800, en mik­il samþjöpp­un er til staðar þegar gildið fer yfir 1.800 stig.“

Sam­kvæmt út­reikn­ing­um Arevs er HHI-gildi fyr­ir öll þorskí­gildi aðeins 595. Fyr­ir þorskkvóta er HHI-gildið 497, 621 í ýsu og 875 í ufsa. Gildið nær síðan 1.239 í karfa, en fyr­ir því eru skýr­ar ástæður að mati Arevs.

Þá hef­ur Arev einnig reiknað út markaðshlut­deild þriggja stærstu aðila á markaði (CR3) í hverri teg­und fyr­ir sig og átta stærstu (CR8). Þrír stærstu aðilarn­ir eru með 27,6% markaðshlut­deild í þorskí­gild­um og átta stærstu með 61,6%.

Til sam­an­b­urðar má nefna að sex stærstu aðilar á dag­vörumarkaði eru með um 97% markaðshlut­deild. Auk þess er HHI-gildi dag­vörumarkaðar­ins 3.195.

Um­fjöll­un­ina má lesa í heild sinni hér.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina