Dr. Spencer Reid mætir aftur

Matthew Gray Gubler.
Matthew Gray Gubler. Skjáskot/IMDb

Aðdá­end­ur banda­rísku spennuþátt­araðar­inn­ar Crim­inal Minds geta nú tekið gleði sína á ný því að ný­verið var til­kynnt að leik­ar­inn Matt­hew Gray Gubler, sem aðdá­end­ur þátt­ar­ins þekkja bet­ur sem gáfna­ljósið Dr. Spencer Reid, muni snúa aft­ur og end­ur­taka leik­inn sem Reid, að vísu aðeins í ein­um þætti.

Crim­inal Minds lauk með fimmtándu seríu árið 2020 en þætt­irn­ir sneru aft­ur með aukaþáttaröð, titluð Crim­inal Minds: Evoluti­on, árið 2022, þá án nokk­urra lyk­ilk­arakt­era og þar á meðal Reid.

Nýju þætt­irn­ir nutu samt sem áður mik­illa vin­sælda en flest­ir aðdá­end­ur voru sam­mála um að þætt­irn­ir væru alls ekki sam­ir án hans. 

Heim­ild­armaður TV Line gladdi því marga þegar hann staðfesti að Gubler muni end­ur­taka hlut­verk Dr. Spencer Reid í nýj­ustu þáttaröð Evoluti­on sem lauk tök­um nú á dög­un­um. Enn sem komið er, er lítið sem ekk­ert vitað um það hvernig Reid bland­ast inn í söguþráð serí­unn­ar.

Síðustu ár hef­ur leik­ar­inn sí­vin­sæli snúið sér að öðrum verk­efn­um á öðrum vett­vangi. Gubler skrifaði og myndskreytti tvær vin­sæl­ar barna­bæk­ur og hef­ur einnig starfað sem jóga­kenn­ari og fyr­ir­sæta. 

TV Line

mbl.is