Lítið sást til loðnunnar

Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir óverulegt magn loðnu …
Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir óverulegt magn loðnu hafa fundist í könnunarleiðangri Aðalsteins Jónssonar SU. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óveru­legt magn fannst í könn­un­ar­leiðangri upp­sjáv­ar­skips­ins Aðal­steins Jóns­son­ar SU sem lauk er skipið lagði við bryggju á Eskif­irði í morg­un.

Guðmund­ur Óskars­son, sviðsstjóri hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, seg­ir í sam­tali við Aust­ur­frétt að helst hafi mælst loðna við Kol­beins­eyj­ar­hrygg en magnið hafi verið svo lítið að ekki væri til­efni til að leita lengra til vest­urs.

Leiðangr­in­um var ætlað að kanna hve langt aust­ur með land­inu loðnan væri kom­in og var leitað var frá Langa­nesi og vest­ur að Kol­beins­eyj­ar­hrygg. Niður­stöðurn­ar gefa ekki til­efni til að hefja vetr­ar­mæl­ing­una strax eft­ir ára­mót að sögn Guðmund­ar.

Fram kem­ur vinna þurfi bet­ur úr þeim upp­lýs­ing­um sem feng­ust í leiðangr­in­um því einnig voru tek­in sýni til að kanna þroska­stig loðnunn­ar.

Haust­leiðang­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sýndi ekki næga loðnu til að rétt­læta upp­hafsraðgjöf og hef­ur stofn­un­in lagt til að eng­ar loðnu­veiðar verði stundaðar þenn­an vet­ur­inn. Vetr­ar­mæl­ing gæti hins veg­ar kallað á end­ur­skoðun veiðiráðgjaf­ar.

mbl.is