Frumsýndi glænýtt útlit á rauða dreglinum

Timothée Chalamet gekk alla leið við leikinn í myndinni.
Timothée Chalamet gekk alla leið við leikinn í myndinni. Ljósmynd/AFP

Leik­ar­inn ást­sæli Timot­hée Chala­met mætti ólík­ur sjálf­um sér eða öllu held­ur með glæ­nýtt út­lit við frum­sýn­ingu mynd­ar­inn­ar A Complete Unknown í New York á dög­un­um. Mynd­in fjall­ar um ævi tón­list­argoðsagn­ar­inn­ar Bob Dyl­an en Chala­met hef­ur fengið mikið lof fyr­ir leik sinn í mynd­inni.

Chala­met, sem hef­ur yf­ir­leitt skartað dökku hári, hef­ur orðið fyr­ir mikl­um áhrif­um frá Dyl­an við gerð mynd­ar­inn­ar. Við frum­sýn­ing­una mætti hann með ljóst hár, bláa húfu, með köfl­ótt­an tref­il og í svört­um leður­jakka. Aðdá­end­ur voru fljót­ir að benda á að Chala­met er í raun al­veg eins klædd­ur og Dyl­an var á Sund­ance-kvik­mynda­hátíðinni árið 2003.

Djúpt sokkinn í hlutverkið.
Djúpt sokk­inn í hlut­verkið. Ljós­mynd/​AFP

Stiklu mynd­ar­inn­ar finn­urðu hér fyr­ir neðan.

People

mbl.is