Bann yfirvofandi: Hæstiréttur skerst í leikinn

Þverpólitísk samstaða var um það á Bandaríkjaþingi að banna TikTok …
Þverpólitísk samstaða var um það á Bandaríkjaþingi að banna TikTok ef kínverskir eigendur TikTok myndu ekki selja samfélagsmiðilinn. AFP/Olivier Douliery

Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna mun úr­sk­urða um það hvort að fyr­ir­hugað bann við Tikt­ok í Banda­ríkj­un­um stand­ist stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna.

Dag­blaðið Wall Street Journal grein­ir frá. 

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti und­ir­ritaði lög­ fyrr á ár­inu eft­ir að öld­unga­deild­in samþykkti frum­varp sem þving­ar ByteD­ance, móður­fé­lag TikT­ok, til að selja sam­fé­lags­miðil­inn á inn­an við ári ell­egar muni for­rit­in App store og Google play store ekki veita not­end­um aðgang að TikT­ok.

Bannið á að taka gildi 19. janú­ar á næsta ári og því hef­ur Hæstirétt­ur ákveðið að veita mál­inu flýtimeðferð.

Veg­ur bannið að tján­ing­ar­frelsi Banda­ríkja­manna?

Spurn­ing­in sem Hæstirétt­ur mun dæma um er hvort að bannið stang­ist á við fyrsta viðauka við stjórn­ar­skrá sem trygg­ir m.a. tján­ing­ar­frelsi.

TikT­ok og áhrifa­vald­ar á miðlin­um báðu Hæsta­rétt um að skera úr um það þar sem þeir segja að bannið skerði tján­ing­ar­frelsi. 

Áfrýj­un­ar­dóm­stóll í Washingt­on úr­sk­urðaði fyrr í þess­um mánuði að lög­in færu ekki gegn stjórn­ar­skrá og marg­ir töldu ólík­legt að Hæstirétt­ur myndi taka upp málið.

Tek­ur gildi degi fyr­ir embættis­töku Trumps

Banda­rísk­ir og vest­ræn­ir emb­ætt­is­menn hafa löng­um varað við því að TikT­ok safni of mikið af gögn­um um not­end­ur og að kín­versk stjórn­völd hafi greiðan aðgang að þeim gögn­um.

Þá hafa sum­ir einnig sakað kín­versk stjórn­völd um að dreifa áróðri á sam­fé­lags­miðlin­um. Kín­versk stjórn­völd og TikT­ok hafna þeim ásök­un­um.

Bannið tek­ur gildi degi áður en Don­ald Trump, verðandi Banda­ríkja­for­seti, tek­ur við embætti en hann hef­ur lýst yfir efa­semd­um um bannið og sagt það aðeins til þess fallið að styrkja stöðu fyr­ir­tækja eins og Meta.

mbl.is