Fleiri glæpamenn gætu sloppið við afplánun

Halli á rekstri Fangelsismálastofnunar nemur um 80 milljónum króna. Færri …
Halli á rekstri Fangelsismálastofnunar nemur um 80 milljónum króna. Færri munu fara í afplánun á Litla-Hrauni á næsta ári ef að líkum lætur. mbl.is/Sigurður Bogi

Til stend­ur að hægja á boðun nýrra fanga í afplán­un sem eru á boðun­arlista, sem eru hátt í 700, og fækka allt að sex stöðugild­um fanga­varða vegna fjár­skorts. Sett­ur fang­els­is­mála­stjóri seg­ir stöðuna slæma og formaður Fanga­varðafé­lags Íslands seg­ir að fyr­ir­hugaðar hagræðing­araðgerðir muni auka óör­yggi fanga­varða.

80 millj­óna króna halli er á rekstri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar og í dag fundaði Birg­ir Jónas­son, sett­ur fang­els­is­mála­stjóri, með starfs­fólki stofn­un­ar­inn­ar þar sem hann kynnti til­lög­ur að hagræðingu.

„Það er mjög slæm niðurstaða“

Birg­ir seg­ir í sam­tali við mbl.is að hátt í 700 manns séu á boðun­arlista í afplán­un en ein hagræðing­ar­til­lag­an snýr að því að hægja á boðun fanga í afplán­un.

„Að ná fram auk­inni hagræðingu þýðir það að fækka föng­um í fang­elsi,“ seg­ir Birg­ir aðspurður.

Birg­ir seg­ir ekki ólík­legt að þetta muni hafa þau áhrif að dóm­ar muni í aukn­um mæli fyrn­ast. Fleiri glæpa­menn gætu því sloppið við afplán­un.

„Þetta get­ur haft áhrif á fyrn­ingu refs­ing­ar og það er mjög slæm niðurstaða,“ seg­ir Birg­ir. 

Um 10%-20% fækk­un á boðun nýrra fanga

En þetta þýðir þó ekki að eng­inn nýr fangi verði boðaður til afplán­un­ar á næsta ári. Hins veg­ar verður 10-20% fækk­un á boðun nýrra fanga í afplán­un. Meðalbiðtími eft­ir afplán­un mun því lengj­ast enn frek­ar, en á síðasta ári var meðalbiðtím­inn hátt í tvö ár.

„Pláss­in verða ekki eins vel nýtt, við get­um ekki full­nýtt pláss­in,“ seg­ir Birg­ir og út­skýr­ir að hagræðing­in í því fel­ist aðallega í minni starfs­manna­kostnaði.

Kostnaður við uppi­hald á föng­um sé óveru­leg­ur.

Hægt verður á boðun nýrra fanga í afplánun.
Hægt verður á boðun nýrra fanga í afplán­un. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Stöðugild­um fækk­ar

Til­lög­urn­ar lúta meðal ann­ars að fækk­un stöðugilda fanga­varða um fimm og hálft til sex.

Birg­ir seg­ir að þetta séu ekki bein­lín­is upp­sagn­ir held­ur sé litið til þess að end­ur­ráða ekki fólk sem er með stutta ráðning­ar­samn­inga og er í af­leys­ing­um. Hann nefn­ir líka að einn starfsmaður hætti störf­um á miðju ári og tveir starfs­menn fari í fæðing­ar­or­lof en eng­inn kem­ur í staðinn fyr­ir þá.

„Þannig sam­an­lagt eru þetta – þegar allt telst til – svona fimm og hálft til sex stöðugildi á árs­grund­velli,“ seg­ir Birg­ir. 

Eyk­ur óör­yggi fanga­varða

Aðrar til­lög­ur lúta til dæm­is að því að breyta vakta­kerfi fanga­varða til þess að ná fram hagræðingu.

„Þetta er nátt­úru­lega bara galið því það mun vera mik­ill ör­ygg­is­brest­ur að fækka stöðugild­um og láta þá sem sitja eft­ir hlaupa hraðar,“ seg­ir Heiðar Smith, formaður Fanga­varðafé­lags Íslands, í sam­tali við mbl.is.

„Stjórn­völd verða að bregðast við og setja miklu meiri pen­inga í þetta. Það þýðir ekki enda­laust að setja pen­inga í allt sem teng­ist þessu í kerf­inu eins og inn í aukn­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir hjá lög­reglu og ný dóm­stig eins og Lands­rétt, sem verður til þess að þeir ná fleiri glæpa­mönn­um, og setja svo aldrei neinn pen­ing auka­lega inn í afurðina sem mun koma til með að hýsa þá sem eru dæmd­ir,“ seg­ir Heiðar.

„Þetta er áhyggju­efni fyr­ir okk­ur öll“

Birg­ir seg­ir að halla­rekst­ur­inn út­skýrist ekki síst af því að aukið álag sé í fang­els­um á Íslandi sem valdi því til dæm­is að starfs­manna­kostnaður hef­ur auk­ist.

„Þetta eru allt sam­an til­lög­ur sem eru sett­ar fram og það á að reyna hrinda þessu í fram­kvæmd. Við verðum að reyna ná end­um sam­an. Þetta er áhyggju­efni fyr­ir okk­ur öll,“ seg­ir Birg­ir. 

mbl.is