Réttarholtsskóli vekur heimsathygli

Ástin liggur í loftinu í Réttarholtsskóla
Ástin liggur í loftinu í Réttarholtsskóla Samsett mynd

Nem­enda­fé­lag Rétt­ar­holts­skóla hef­ur held­ur bet­ur komið á óvart á TikT­ok með gleðiefni í jóla­anda sem fer eins og eld­ur í sinu um net­heima og fær alla til að brosa. 

Í mynd­band­inu er gengið um ganga skól­ans með mistiltein í hönd sem þýðir aðeins eitt; að þau sem standa und­ir hon­um verða að kyss­ast. Jóla­stemn­ing­in sem hef­ur mynd­ast á göng­um Rétt­ar­holts­skóla er bæði fynd­in og sjarmer­andi og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa.

Mynd­bönd­in hafa slegið í gegn víða um heim og náð yfir 9 millj­ón­um áhorfa – og aðdá­end­ur biðja um meira!

Létu ekki staðar numið þar

Krakk­arn­ir í Rétt­ar­holts­skóla eru sniðugir og fylgdu fyrsta mynd­band­inu eft­ir með seinni hluta sem hef­ur einnig fengið mikl­ar vin­sæld­ir á TikT­ok. Það mynd­band er komið upp í 3,2 millj­ón­ir áhorfa þegar þetta er ritað. Í mynd­bandi núm­er tvö held­ur jóla­stemn­ing­in áfram með fleiri mistilteinsaugna­blik­um og óvænt­um koss­um.

Rétt­ar­holts­skóli hef­ur sann­ar­lega slegið í gegn með þess­um hug­mynda­ríku mynd­bönd­um og hver veit, kannski verður mistilteinn­inn orðinn ómiss­andi jóla­hefð í skól­um lands­ins. Að minnsta kosti er ljóst að jóla­stemn­ing­in í Rétt­ar­holts­skóla er smit­andi og nær langt út fyr­ir skóla­vegg­ina. Hver ætli verði næst­ur und­ir mistiltein­in­um?

mbl.is