Vinsælustu menn landsins skelltu í hópmynd

Þetta er alvöru!
Þetta er alvöru! Skjáskot/Facebook

Leik­ar­inn Pálmi Gests­son deildi skemmti­leg­um mynd­um sem tekn­ar voru á töku­setti IceGuys-þáttaserí­unn­ar á Face­book-síðu sinni á mánu­dag.

Á mynd­un­um má sjá nokkra af vin­sæl­ustu mönn­um lands­ins, en Pálmi fékk fé­laga sína úr Spaug­stof­unni, þá Örn Árna­son, Rand­ver Þor­láks­son, Sig­urð Sig­ur­jóns­son og Karl Ágúst Úlfs­son, til að stilla sér upp ásamt drengj­un­um í stráka­sveit­inni IceGuys og leik­kon­unni Söndru Barilli.

Mynd­irn­ar vöktu mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlasíðunni og hafa hátt í 400 manns líkað við færslu leik­ar­ans og þó nokkr­ir ritað at­huga­semd­ir.

„Iceguys vs Niceguys,“ skrif­ar Pálmi við færsl­una, en liðsmenn Spaug­stof­unn­ar fóru með hlut­verk í þriðja þætti annarr­ar þátt­araðar, sem er í sýn­ingu núna í Sjón­varpi Sím­ans.

Ásamt Spaug­stofu­mönn­un­um hef­ur fjöldi þekktra Íslend­inga farið með auka­hlut­verk í þáttaröðinni en meðal þeirra eru þau Ólafía Hrönn Jóns­dótt­ir, Birgitta Hauk­dal, Selma Björns­dótt­ir, Bassi Maraj og Sig­ríður Bein­teins­dótt­ir.

mbl.is