Hvert kíló skilar Íslendingum mun meira

Hvert kíló af þorski, ýsu og ufsa skilar Íslendingum mun …
Hvert kíló af þorski, ýsu og ufsa skilar Íslendingum mun meira en Norðmönnum þar sem virðiraukinn er líklegri til að verða til innanlands á Íslandi en í Noregi. Morgunblaðið/Hari

Samþætt virðiskeðja í sjáv­ar­út­vegi hér á landi styður við að virðis­auki afl­ans (vinnsl­an) eigi sér frek­ar stað inn­an­lands en er­lend­is. Þetta sést lík­lega best með því að bera sam­an sjáv­ar­út­veg í Nor­egi og á Íslandi, en hvert kíló af út­flutt­um fiski skil­ar Íslend­ing­um tölu­vert meiri verðmæt­um en Norðmönn­um, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Í grein­ingu sem birt var á Radarn­um á dög­un­um er bent á að 12% af út­flutt­um þorski árið 2023 voru seld úr landi heil eða haus­skor­in á meðan rest­in er unn­ar afurðir; 27% ýs­unn­ar voru seld heil eða haus­skor­in og 12% ufs­ans. Í Nor­egi voru hins veg­ar 60% af þorski flutt úr landi óunn­in, 96% af norskri ýsu og 52% af norsk­um ufsa.

Skilaði þannig hvert út­flutt kíló af þorski 1.210 krón­um á Íslandi en 989 krón­um í Nor­egi og fá þannig Íslend­ing­ar rúm­lega 22% meira fyr­ir hvert kíló af þorski. Mun­ur­inn er enn meiri í ýsu þar sem hann nem­ur 148%, fá Íslend­ing­ar 952 krón­ur fyr­ir hvert kíló af út­fluttri ýsu en Norðmenn 385 krón­ur. Íslend­ing­ar fá síðan 756 krón­ur fyr­ir hvert kíló af ufsa á móti 444 krón­um Norðmanna.

Sjáv­ar­auðlind­in skil­ar því þjóðarbú­inu mun meiri tekj­um hér á landi en í Nor­egi.

Sam­keppn­is­hæfni ráðandi

Í Nor­egi er ekki heim­ilt að sami aðili reki veiðar og vinnslu og verður því að kepp­ast um hrá­efnið á upp­boðsmarkaði. Geta þar aðilar boðið í fisk­inn sem enga vinnslu reka held­ur hafa aðeins það mark­mið að selja fisk­inn heil­an úr landi til ríkja þar sem launa­kostnaður­inn er langt­um minni en í Nor­egi eins og til að mynda Kína.

Bent er á í grein­ingu Radars­ins að í gögn­um Hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins um launa­kostnað á klukku­stund sjá­ist að Nor­eg­ur sé með næst­hæsta launa­kostnað í Evr­ópu en Ísland þriðja mesta. „Útflutn­ings­grein­ar, líkt og sjáv­ar­út­veg­ur, eiga því á bratt­ann að sækja í þess­um lönd­um, enda verða fyr­ir­tæk­in að greiða sam­keppn­is­hæf laun inn­an­lands til þess að fá fólk til starfa.“

Þessi staða skap­ar mik­inn þrýst­ing á sam­keppn­is­hæfni vinnslu í ríkj­un­um tveim­ur og í stöðunni séu aðeins tveir val­kost­ir, ann­ars veg­ar að flytja störf úr landi og hins veg­ar að fjár­festa fyr­ir mikla fjár­muni í há­tækni­búnaði og sjálf­virkni­væðingu.

Með miklum fjárfestingum í hátæknivinnsluhúsum hefur evrið hægt að keppa …
Með mikl­um fjár­fest­ing­um í há­tækni­vinnslu­hús­um hef­ur evrið hægt að keppa um verð á er­lend­um mörkuðum. mbl.is/​Gunn­laug­ur

Þá seg­ir að auk­in tækni­væðing hafi „verið und­ir­staða verðmæta­sköp­un­ar í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi og ekki síður bættra kjara og aðbúnaðar starfs­fólks. Hún hef­ur vissu­lega fækkað störf­um, en um leið gert þau verðmæt­ari þar sem störf­in verða oft og tíðum sér­hæfðari þar sem hærra mennt­un­arstigs er þörf. Á sama tíma hafa Norðmenn dregið úr fram­leiðslu á unn­um afurðum og hafa í aukn­um mæli selt fisk heil­an úr landi.“

For­senda þess að hægt sé að fjár­festa í þess­ari miklu tækni­væðingu er meðal ann­ars að tryggt sé stöðugt fram­boð hrá­efn­is til vinnslu. Það fæst hins veg­ar ekki í Nor­egi þar sem samþætt virðiskeðja er bönnuð.

„Þetta veld­ur aug­ljós­lega fisk­vinnslu þar í landi mikl­um erfiðleik­um þar sem fram­boð á fiski, sem jafn­framt get­ur verið í mis­mikl­um gæðum, get­ur verið mjög mikið yfir stutt tíma­bil. Störf­in eru því árstíðabund­in, auk þess sem ekki er hægt að sinna kröf­um ein­stakra markaða all­an árs­ins hring,“ seg­ir í grein­ing­unni.

Skatt­sporið aldrei stærra

Vak­in er at­hygli á því að norski sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­ann hafi ný­verið al­farið hafnað hug­mynd­um um auðlinda­gjöld á norsk­an sjáv­ar­út­veg og frek­ar lýst vilja til að styðja við aukna verðmæta­sköp­un þar í landi, sem um sinn skil­ar blóm­legu at­vinnu­lífi í sjáv­ar­byggðum og bætt­um skil­yrðum til bú­setu.

„Hér á landi virðist megin­áhersla sumra stjórn­mála­flokka vera á aukna skatt­lagn­ingu, í stað þess að hlúa bet­ur að þeim þátt­um sem mest verðmæti skapa fyr­ir sam­fé­lagið í heild sinni. Staða Íslands er öf­undsverð, enda hef­ur verðmæta­sköp­un Íslend­inga úr sjáv­ar­auðlind­inni aldrei verið meiri en á und­an­förn­um árum og sam­hliða því hef­ur skatt­spor ís­lensks sjáv­ar­út­vegs aldrei verið stærra,“ seg­ir í grien­ing­unni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: