Náðu að bjarga sjón háseta

Háseti á Frosta var óvinnufær í þrjá daga eftir að …
Háseti á Frosta var óvinnufær í þrjá daga eftir að hafa fengið klórblandaðan sjó í augun. Hann hefur sem betur fer náð fullum bata. Morgunblaðið/Þorgeir

Skjót viðbrögð áhafn­ar­inn­ar á Frosta ÞH-299 komu lík­lega í veg fyr­ir að einn skip­verj­anna yrði fyr­ir miklu tjóni eft­ir að hafa fengið klór­blandaðan sjó í aug­un 10. des­em­ber síðastliðinn, að því er seg­ir í at­vika­skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa (RNSA).

Fram kem­ur í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins í dag að nefnd­in hrós­ar áhöfn og minn­ir á mik­il­vægi þess að nota hlífðarbúnað þegar unnið er með eitruð eða æt­andi efni.

Frosti var inni á Seyðis­firði og var verið að þrífa skipið þegar at­vikið átti sér stað. Var há­seti að hella klór í þvot­tak­ar að aflokn­um þrif­um fyr­ir land­legu. Karið var tómt og leit hann ofan í karið þegar sjó var hleypt í það. Við þetta skvett­ist sterk klór­blanda í augu há­set­ans.

Aðrir í áhöfn­inni voru þó fljót­ir til og skoluðu augu hans nán­ast sam­stund­is. Var Frosti kom­inn til hafn­ar á Seyðis­firði um 15 mín­út­um síðar þar sem sjúkra­bif­reið beið há­set­ans og kom hon­um und­ir lækn­is­hend­ur.

Fram kem­ur að hann hafi verið óvinnu­fær í þrjá daga eft­ir at­vikið en hafi náð sér að fullu. „Skjót viðbrögð annarra skip­verja og að hinum slasaða var fljótt komið und­ir lækn­is­hend­ur er stór þátt­ur í að ekki fór verr. Það ber að hrósa áhöfn fyr­ir skjót viðbrögð og að skip­stjóri til­kynnti at­vikið eft­ir ör­stutta stund.“

Hafa sett regl­ur

„Klór­inn var af 15% styrk­leika og er ætl­ast til að hann sé blandaður vatni. Á umbúðunum er tekið fram nota eigi augn­hlíf­ar, hlífðar­hanska og hlífðarfatnað. Þegar slysið varð var klórn­um hellt í tómt kar og bland­an því sterk­ari á meðan sjó var hleypt á karið held­ur en við hefðbundna notk­un. Má leiða lík­um að því að það hafi aukið á al­var­leika at­viks­ins,“ seg­ir í skýrslu RNSA.

Hafa í kjöl­far at­viks­ins verið sett­ar regl­ur um borð um notk­un hlífðargler­augna auk þess að stút­um í þvot­tak­ari var breytt á þann hátt að minni hætta er á að vatn geti skvest úr kar­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: