Samfylking og Viðreisn gáfu loforð

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 4:13
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 4:13
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, seg­ir að for­svars­menn Sam­fylk­ing­ar og Viðreisn­ar hafi talað gegn því í kosn­inga­bar­átt­unni að virðis­auka­skatt­ur á ferðaþjón­ust­una yrði hækkaður úr 11% í 24%. Seg­ist hann vona að stjórn­arsátt­máli sem kynnt­ur verður í dag inni­feli fyr­ir­heit um að staðið verði við þau sjón­ar­mið.

Jó­hann­es Þór er gest­ur Spurs­mála að þessu sinni ásamt Aðal­geiri Ávalds­syni for­manni SVEIT, Sam­taka fyr­ir­tækja í veit­ing­a­rekstri.

Yrði enn eitt höggið

Aðal­geir tek­ur und­ir með Jó­hann­esi og seg­ir mik­il­vægt að at­vinnu­grein­in verði ekki fyr­ir enn einu högg­inu sem leiði til þess að hækka þurfi verð.

Bend­ir Jó­hann­es Þór á að ný­leg út­tekt sýni að rík­is­sjóður muni í lok dags bera minna úr být­um með því að hækka skatt­inn en með því að halda hon­um óbreytt­um. Bend­ir hann á að flest bendi til þess að ferðaþjón­ust­an á Íslandi verði í varn­ar­bar­áttu á kom­andi ári, ekki síst vegna sam­keppni frá ferðaþjón­ustuaðilum í norður­hluta Nor­egs.

Viðtalið við Aðal­geir og Jó­hann­es Þór má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is