Alvotech inn í líftæknivísitölu Nasdaq

Róbert Wessman, forstjóri Alvotech.
Róbert Wessman, forstjóri Alvotech. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkvæmt tilkynningu frá Alvotech verða hlutabréf félagsins tekin inn í líftæknivísitölu Nasdaq (NBI) við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag.

Fram kemur að til þess að vera tekin inn í NBI þurfa félög að vera skráð á markað í Bandaríkjunum, flokkuð þar sem líftæknifyrirtæki eða lyfjafyrirtæki og uppfylla ýmis önnur skilyrði, svo sem um lágmarksmarkaðsvirði og daglega meðalveltu hlutabréfa.

Vísitalan er reiknuð út frá vegnu markaðsvirði.

mbl.is