Skattahækkun þýðir samdrátt

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

„Þetta er auðvitað mjög loðið. En ef þetta eru hug­mynd­ir um auk­in veiðigjöld þá end­ar það alltaf á einn veg sem þýðir sam­drátt. Geta fyr­ir­tækj­anna minnk­ar til þess að fjár­festa, vaxa og dafna. Það er ekki flókið,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um í Morg­un­blaðinu í dag um stefnu nýrr­ar rík­is­stjórn­ar um rétt­lát auðlinda­gjöld.

Hann seg­ir að fram und­an sé lík­lega lít­ill loðnu­kvóti ef nokk­ur og minni mak­ríl­veiði, þannig að tekj­ur af upp­sjáv­ar­veiðum verði minni.

„Það er ekki bara nóg að hækka skatta, ytri aðstæður hafa áhrif á þetta líka. Ég geri ráð fyr­ir því að rekst­ur Vinnslu­stöðvar­inn­ar verði í kring­um núllið á þessu ári og lík­lega tap­meg­in og hvað er þá af­gangs?“

Um­fjöll­un­ina má lesa í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: