Feðgar saman í Grænlandstúr á jólum

Hafsteinn Úlfar og Karl Guðmundsson faðir hans saman á Brúarfossi …
Hafsteinn Úlfar og Karl Guðmundsson faðir hans saman á Brúarfossi í gær. Sá eldri hér með lukkudýrið Rúdolf sem alltaf er nærri. mbl.is/Sigurður Bogi

„Jól­in koma, hvar sem maður er stadd­ur. Þá til­finn­ingu þekki ég vel; þetta verða mín 30. jól á sjón­um, en alls er sjó­manns­fer­ill­inn orðinn 46 ár,“ seg­ir Karl Guðmunds­son, skip­stjóri á ms. Brú­ar­fossi.

Stór­skipið lagði í haf frá Reykja­vík í gær­kvöldi, á Þor­láks­messu, og stefn­an var sett á Nuuk á Græn­landi. Verður komið þangað síðdeg­is á ann­an dag jóla, gangi allt upp sam­kvæmt sigl­inga­áætl­un, sem þarf að halda hvað sem líður hátíðum.

Vest­læg­ar átti og velt­ing­ur

Veður­spá­in var ekki beint spenn­andi þegar Karl leit yfir kort­in í gær, þá að gera sjóklárt fyr­ir túr­inn. „Við vor­um að koma frá Árós­um í Dan­mörku og vor­um í leiðinda­veðri alla leiðina. Fór­um norður fyr­ir Fær­eyj­ar og hér með suður­strönd­inni til að vera í skjóli. Svo dúraði þegar komið var inn á Faxa­fló­ann og í höfn. Nú erum við á leiðinni strax út aft­ur og gera má ráð fyr­ir velt­ingi og vest­læg­um átt­um á leiðinni. Þetta verður eitt­hvað,“ seg­ir skip­stjór­inn og bros­ir.

Brú­ar­foss, 180 metra langt skip og 26.169 tonn á þyngd, verður far­inn að nálg­ast suðurodda Græn­lands þegar helgi jól­anna verður hringd inn kl. 18 í kvöld.

Gam­an með karl­in­um

„Kokk­ur­inn verður með eitt­hvað gott í mat­inn og svo er kakó á eft­ir. Svo opna menn jólapakka, meðal ann­ars send­ing­una sem við fáum alltaf frá Hrönn, sem er kven­fé­lag skip­stjórn­ar­kvenna. Þær eru okk­ur af­skap­lega góðar, gjöf­in frá þeim er gjarn­an rak­spíri, vett­ling­ar eða eitt­hvað slíkt fal­legt. Ann­ars veit ég ekki hvað við get­um verið með í borðsaln­um núna, ef verður eitt­hvert rugg og stór­sjór eins og nú má bú­ast við. Við sjá­um hvað set­ur; þetta verður ann­ars ekk­ert mál,“ seg­ir Karl, maður sem er öllu van­ur eft­ir lang­an fer­il.

Fimmtán menn eru í áhöfn­inni á Brú­ar­fossi og strák­arn­ir sem taka jóla­t­úr­inn voru að tín­ast um borð í eft­ir­miðdag­inn í gær. Þeir koma svo aft­ur til Íslands á gaml­árs­dag, gangi allt upp. „Það er bara gam­an að sigla með karl­in­um,“ seg­ir há­set­inn Haf­steinn Úlfar; son­ur Karls skip­stjóra. Þeir feðgarn­ir voru sam­an í brúnni og hlökkuðu til að sigla út í svart myrkrið á skip­inu sem er lýst og fal­lega skreytt eins og hæf­ir á jól­um.

Lestun úr flutningaskipi í gærmorgun. Síðasta sendingin fyrir jól og …
Lest­un úr flutn­inga­skipi í gær­morg­un. Síðasta send­ing­in fyr­ir jól og ára­mót; alls kon­ar sem kem­ur til Íslands frá Árós­um. mbl.is/​Sig­urður Bogi
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: