Strandveiðar í forgangi

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. mbl.is/Karítas

Svig­rúm til strand­veiða verður aukið til muna sam­kvæmt stjórn­arsátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Þar seg­ir að 48 dag­ar verði tryggðir á næsta ári og í 12 daga í hverj­um mánuði eða í maí, júní, júlí og ág­úst.

Örn Páls­son, hjá Lands­sam­bandi smá­báta­eig­enda, sagðist í sam­tali við 200 míl­ur líta svo á að fyr­ir­komu­lagið verði vænt­an­lega til framtíðar.

Hanna Katrín Friðriks­son er ný­tek­in við embætti at­vinnu­vegaráðherra og seg­ist telja mögu­legt að breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi strand­veiða geti tekið gildi fyr­ir næsta sum­ar.

„Það ligg­ur al­veg ljóst fyr­ir sam­kvæmt stjórn­arsátt­mál­an­um að eitt af for­gangs­verk­efn­um í mínu ráðuneyti er að fara ofan í þetta og finna leiðir. Vinna þarf hratt og vel því ætl­un­in er að þetta taki gildi fyr­ir sum­arið. Í ljósi þess hversu skýrt þetta er orðað, og hversu mik­ill vilji er hjá flokk­un­um þrem­ur, þá verður þetta eitt þeirra verk­efna sem fara í for­gang,“ seg­ir Hanna Katrín.

Útfærsl­an óljós

Spurð um út­færsl­una seg­ir hún of snemmt að full­yrða um hvaða leið verði far­in til að auka veiðarn­ar en til­færsla á afla­heim­ild­um verði skoðuð. „Ég hef hug á að skoða til­færslu heim­ilda en áður þarf ég að kynna mér gögn í ráðuneyt­inu og ræða við ýmsa aðila. Ég verð að gefa mér það svig­rúm á þess­um tíma­punkti,“ seg­ir Hanna Katrín en Örn seg­ir að með lengra tíma­bili megi tryggja jafn­ræði milli lands­hluta.

Fiski­stofa stöðvaði strand­veiðar 12. júlí en þá sé stóri þorsk­ur­inn rétt að ganga inn á grunn­slóð á Norður- og Aust­ur­landi. „Það er eitt af því sem skipt­ir máli og und­an­far­in ár hef­ur svæðaskipu­lagið verið skoðað með það fyr­ir aug­um að finna lausn­ir. Fyr­ir ákveðna lands­hluta hef­ur skipu­lagið verið ósann­gjarnt. Einnig hef­ur verið vilji fyr­ir því að stöðva að menn fari út í hvaða veðri sem er enda er það bók­staf­lega hættu­legt,“ seg­ir Hanna Katrín.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: