Fangar sjómennskuna á filmu

Áhugaljósmyndarinn og sjómaðurinn Pétur Axel Birgisson hefur tekið fjölda mynda …
Áhugaljósmyndarinn og sjómaðurinn Pétur Axel Birgisson hefur tekið fjölda mynda sem lýsa lífsraunum sjómanna. Ljósmynd/Pétur Axel Birgisson

Það var til­vilj­un sem réð því að Pét­ur Axel Birg­is­son frá Grinda­vík fór á sjó og hef­ur hann verið sjó­maður í um tvo ára­tugi. Þar kviknaði áhug­inn á ljós­mynd­un og gefa mynd­ir hans okk­ur hinum á landi skemmti­lega inn­sýn í líf sjó­manna.

Mynd eft­ir Pét­ur Axel prýddi forsíðu des­em­ber­blaðs 200 mílna.

„Ég byrjaði átján ára á sjó og þetta eru að verða ein­hver 20 ár. Komst á Hrafn Svein­bjarn­ar­son 2006 og fór yfir á Tóm­as Þor­valds­son þegar hann var keypt­ur og var þar ein­hver tvö eða þrjú ár. Ég fór svo aft­ur á Hrafn Svein­bjarn­ar en er núna kom­inn yfir á Huldu [Björns­dótt­ur],“ seg­ir Pét­ur Axel í viðtali sembirt var í um­ræddu blaði.

Pétur Axel Birgisson var með forsíðumynd desemberblaðsins.
Pét­ur Axel Birg­is­son var með forsíðumynd des­em­ber­blaðsins. Ljós­mynd/​Pét­ur Axel Birg­is­son

En hvernig byrjaði ljós­mynda­áhug­inn?

„Ég var að keyra rút­ur í frí­um þegar ég var yngri. Ég vildi ferðast um landið og sjá alla þessa staði á land­inu og það var ekk­ert hægt að rífa alla með sér í ferð um landið þegar manni hentaði. Maður fékk mánuð í landi og hentaði mér vel en menn nátt­úr­lega í vinnu og með aðrar skuld­bind­ing­ar. Þannig að ég fór bara og tók rútu­prófið, fór svo að keyra túrista.“

„Þá fór ég að leika mér að taka mynd­ir á sím­ann. Vin­ur minn reyndi að ýta mér út í þetta og hvatti mig til að kaupa mynda­vél. Ég hunsaði það í nokk­urn tíma en þessi fé­lagi minn, sem er ljós­mynd­ari, seldi mér síðan mynda­vél sem hann átti. Ég fór að prófa mig áfram og svo fór ég að sökkva mér í þetta. Mér var bara ýtt út í þetta, ég vissi ekk­ert að ég hefði eitt­hvert auga fyr­ir ljós­mynd­un.“

Ljós­mynd/​Pét­ur Axel Birg­is­son

Hann seg­ir það fara mis­jafn­lega í mann­skap­inn að verða allt í einu mód­el. „Sum­ir fíla þetta ekki og vilja ekki að það sé verið að taka mynd­ir af þeim en öðrum er al­veg sama. Svo er það bara þannig að menn mynd­ast mis­vel,“ seg­ir Pét­ur Axel og hlær en bæt­ir snöggt við: „Þetta eru samt al­veg mynd­ar­leg­ir menn, en verða ein­hvern veg­inn asna­leg­ir á mynd.“

Lesa má viðtalið í heild í des­em­ber­blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: