Ofmat á áhrifum laxalúsar veldur skaða

Talið er að áhrif laxalúsar frá sjókvíaeldi á villta laxa …
Talið er að áhrif laxalúsar frá sjókvíaeldi á villta laxa séu ofmetin. Slíkt ofmat gæti skaðað villtu laxana frekar en að vernda þá. Ljósmynd/Havforkningsinstituttet/Frode Oppedal

Of­mat á áhrif­um laxal­ús­ar á villt­an atlants­hafslax get­ur bein­lín­is skaðað villta laxa­stofna. Dreg­ur það úr hvata til að skoða aðrar breyt­ur í vist­kerf­inu og kem­ur þannig í veg fyr­ir að gripið sé til nauðsyn­legra ráðstaf­ana í þágu villta lax­ins.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í um­fangs­mik­illi fræðilegri út­tekt á norska lax­eld­is­stjórn­un­ar­kerf­inu sem birt var í vís­inda­tíma­rit­inu Reviews in Aquacult­ure og fjallað var um í des­em­ber­blaði 200 mílna.

Nýtt eft­ir­lit­s­kerfi, svo­kallað um­ferðarljósa­kerfi (TLS), var inn­leitt í Nor­egi árið 2017 og var mark­miðið að stjórna vexti lax­eld­is út frá áætluðum áhrif­um laxal­ús­ar úr fisk­eldi á lif­un villtra atlants­hafslaxa.

Í vís­inda­grein­inni eft­ir Sol­veig van Nes, Al­bert Kjart­an Dag­bjart­ar­son Ims­land og Simon R.M. Jo­nes kem­ur fram mik­il óná­kvæmni sé í TLS-kerf­inu sem þeir telja lík­legt að valdi því að áhrif laxal­ús­ar á villt­an lax séu of­met­in.

Fram kem­ur að of­mat á nei­kvæðum áhrif­um laxal­ús­ar frá fisk­eld­is­stöðvum gæti haft öfug áhrif á vernd­un villtra laxa þar sem aðrar mik­il­væg­ar breyt­ur í lif­un laxa gætu því verið van­metn­ar.

Um­fjöll­un­ina má lesa í heild sinni í des­em­ber­blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: