Skiptar skoðanir um frestun landsfundar

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins á að fara fram í lok febrúar.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins á að fara fram í lok febrúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skipt­ar skoðanir eru meðal formanna mál­efna­nefnda Sjálf­stæðis­flokks­ins um hvort leggja eigi til við miðstjórn að fresta lands­fundi fram á vor eða haust. Til­laga um frest­un hef­ur ekki verið send miðstjórn.

Í gær voru flutt­ar frétt­ir af því að til umræðu væri að fresta lands­fundi. 

Lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins á að fara fram í lok fe­brú­ar. 

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is voru for­menn mál­efna­nefnda boðaðir á fund í Val­höll í des­em­ber þar sem á dag­skrá var að ræða lands­fund. Mál­efna­nefnd­ir þurfa að skila drög­um að álykt­un­um fyr­ir fund­inn. Yf­ir­leitt eru drög­in unn­in í sam­ráði við flokks­menn. Vegna alþing­is­kosn­ing­anna 30. nóv­em­ber hef­ur þeirri vinnu seinkað.

Eft­ir fund­inn voru rituð drög að bréfi sem til stóð að senda miðstjórn. Þar var lagt til að land­fundi yrði frestað. Ekki er ein­hug­ur meðal formanna mál­efna­nefnda um hvort fresta eigi fundi fram á vor eða haust. Því hef­ur til­laga um frest­un ekki verið send til miðstjórn­ar. 

Fjölmargir sjálfstæðismenn eiga sæti á landsfundi.
Fjöl­marg­ir sjálf­stæðis­menn eiga sæti á lands­fundi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fund­ur­inn verði hald­inn sem fyrst

Andrea Sig­urðardótt­ir, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins og frétta­stjóri viðskipta á Morg­un­blaðinu, viðraði þá hug­mynd á fundi formann­anna að seinka lands­fundi fram á vor til þess að geta bet­ur und­ir­búið hann og um leið fengið meira út úr hon­um. Frá þessu grein­ir hún í færslu á Face­book.

Andrea seg­ir sjálf­stæðis­menn hafa ein­beitt sér að alþing­is­kosn­ing­un­um síðustu vik­ur. Því hafi hún lagt til að fundi yrði frestað, til að gefa flokks­mönn­um smá and­rými. Þá sé tíma­lín­an orðin mjög brött hvað varðar að standa við alla þá fresti sem skipu­lags­regl­ur flokks­ins gera ráð fyr­ir.

„Í mín­um huga er þó mik­il­vægt að hann verði hald­inn sem fyrst, en með ein­hverri eðli­legri tíma­línu. Hugnaðist mér vorið vel í því sam­hengi en haustið til vara ef ekki væri unnt að tryggja aðstöðu und­ir svo stór­an fund með þeim fyr­ir­vara. Und­ir þau sjón­ar­mið hafa marg­ir tekið (og aðrir ekki) en meðal ann­ars hef­ur verið rætt um að vor eða haust sé ef­laust hent­ugri tíma­setn­ing fyr­ir lands­byggðina, þar sem veðurguðirn­ir eru al­mennt blíðlynd­ari á þeim árs­tíma,“ skrif­ar Andrea. 

Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður á síðasta landsfundi.
Bjarni Bene­dikts­son var end­ur­kjör­inn formaður á síðasta lands­fundi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hún seg­ir allt tal um baktjalda­makk tóma þvælu. „Þetta eru eðli­leg­ar umræður um tíma­línu í hópi fólks sem stýr­ir mik­il­væg­um hluta und­ir­bún­ings­vinnu fyr­ir fund­inn.“

Þá þykir henni miður að vinnu­skjali hafi verið lekið. „Það bréf sem ein­hverj­ir fjöl­miðlar hafa und­ir hönd­um er í drög­um og hafa verið gerðar at­huga­semd­ir við það, meðal ann­ars frá mér komið, sem á eft­ir að taka til­lit til. Umræðu um þetta meðal formanna mál­efna­nefnda er ekki lokið. Hins veg­ar þykir mér miður að vinnu­skjali sem þessu sé lekið og látið líta út fyr­ir að hér sé um full­mótaða álykt­un að ræða.“

Ekki nauðsyn­legt að fresta fundi

Kristó­fer Már Mar­ons­son er formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins. Í sam­tali við mbl.is seg­ist hann ekki styðja að lands­fundi verði frestað fram á haust. Eðli­legra sé að fresta hon­um um nokkr­ar vik­ur eða fram á vor. Að hans mati er hins veg­ar ekki nauðsyn­legt að fresta fund­in­um. 

Hann seg­ir einu skyn­sam­legu rök­in fyr­ir frest­un fund­ar vera að gefa mál­efna­nefnd­um tíma til að ráðfæra sig við flokks­menn áður en drög að álykt­un­um eru send miðstjórn. Þá geti miðstjórn einnig gefið nefnd­un­um lengri frest til að skila af sér. 

mbl.is