Skiptir mestu að koma málefnalega sterk af landsfundi

Vilhjálmur telur mikilvægt að sjálfstæðismenn sameinist innbyrðis og berjist fyrir …
Vilhjálmur telur mikilvægt að sjálfstæðismenn sameinist innbyrðis og berjist fyrir grunnstefnu flokksins. mbl.is/Sigurður Bogi

Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður og rit­ari Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir ólík sjón­ar­mið uppi inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins hvort fresta eigi lands­fundi, sem er fyr­ir­hugaður í lok fe­brú­ar, eða ekki. Sjálf­ur vill hann að lands­fund­ur fari fram fljót­lega, annaðhvort í fe­brú­ar eða vor.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Vil­hjálm­ur að all­ir for­menn mál­efna­nefnda Sjálf­stæðis­flokks­ins hafi verið boðaðir sam­an til að ræða mögu­lega frest­un lands­fund­ar flokks­ins sem á að fara fram í lok fe­brú­ar. Seg­ir hann að miðstjórn flokks­ins hafi ekki borist neitt form­legt bréf um frest­un en að ólík sjón­ar­mið séu inn­an flokks­ins um hvort fresta eigi fund­in­um eða ekki. 

„Ein­hverj­ir hafa nefnt að það væri heppi­legra að hafa þetta nær vor­inu eða næsta haust, bæði út af veðri en líka af því það er svo stutt frá kosn­ing­um. Fólk gerði ráð fyr­ir því að lands­fund­ur yrði upp­takt­ur kosn­inga hvort sem þær yrðu í vor eða haust. Aðrir horfa hvort við þurf­um ekki öfl­ug­an upp­takt fyr­ir næstu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, sem eru vorið 2026. Aðrir segja að fyrst að úr­slit­in [alþing­is­kosn­ing­anna] fóru svona þá þurf­um við að koma strax sam­an og að eng­in ástæða sé til að fresta fund­in­um,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. 

Síðasti lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins fór fram í nóv­em­ber árið 2022 en hann er alla jafna hald­inn á tveggja ára fresti. Á síðasta lands­fundi tók­ust þeir Bjarni Bene­dikts­son og Guðlaug­ur Þór Þórðar­son á um for­manns­sætið þar sem Bjarni hafði bet­ur með 59% at­kvæða. 

Frá landsfundi Sjálfstæðisfloksins fyrir tveimur árum.
Frá lands­fundi Sjálf­stæðis­floks­ins fyr­ir tveim­ur árum. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Komið nóg af inn­an­flokks­deil­um

En þú sjálf­ur, tel­ur þú ástæðu til að fresta fund­in­um fram á vorið eða jafn­vel næsta haust?

„Mér finnst það bara fara eft­ir því hvað við vilj­um fá út úr þess­um fundi. Ætlum við bara að koma sam­an, sem er alltaf gott og gagn­legt þegar sjálf­stæðis­menn koma sam­an. Ég myndi vilja sjá að við héld­um fund fljót­lega hvort sem það er í fe­brú­ar eða vor og svo ann­an í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna. En ég er al­veg til í að hlusta á sjón­ar­mið ef fólk tel­ur að það komi mál­efna­lega bet­ur út, mér finnst það skipta mestu máli núna að flokk­ur­inn komi mál­efna­lega sterk­ur fram en láti þetta ekki snú­ast um innri deil­ur á milli fólks. Það er komið nóg af því.“

Spurður hvort til­lag­an um frest­un á lands­fundi komi frá ákveðnum armi flokks­ins seg­ir Vil­hjálm­ur svo ekki vera held­ur séu ólík sjón­ar­mið uppi þvert á flokk­inn. 

„Við eig­um að ein­beita okk­ur að því að taka ákvörðun um það hvað er mál­efna­lega best fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn og sjálf­stæðis­stefn­una. Eft­ir niður­stöðu þess­ara kosn­inga eig­um við að beita kröft­um okk­ar þangað, að sam­ein­ast inn­byrðis að berj­ast fyr­ir grunn­stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ seg­ir Vil­hjálm­ur að lok­um.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina