„Þetta mun allt enda með ósköpum“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 5:19
Loaded: 3.10%
Stream Type LIVE
Remaining Time 5:19
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir fyr­ir­ætlan­ir nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í Evr­ópu­mál­um ekki geta endað með öðru en ósköp­um fyr­ir hana sjálfa. Málið sé ein­fald­lega „allt á röng­unni.“

Þetta kem­ur fram í ít­ar­legu viðtali við Bjarna á vett­vangi Spurs­mála. Þar er hann spurður út í yf­ir­lýs­ingu hinn­ar svo­kölluðu Val­kyrj­u­stjórn­ar um að stefnt sé að þjóðar­at­kvæðagreiðslu um fram­hald aðila­dar­viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið eigi síðar en árið 2027. Um það seg­ir í stefnu­yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar­inn­ar, síðasta lið henn­ar sem er núm­er 23:

  • „Þjóðar­at­kvæðagreiðsla um fram­hald viðræðna um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu fer fram eigi síðar en árið 2027. Í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins verður óháðum er­lend­um sér­fræðing­um falið að vinna skýrslu um kosti og galla krón­unn­ar og val­kosti Íslands í gjald­miðlamál­um.“

Hyggj­ast standa á hliðarlín­unni

Bjarni seg­ir það ekki ganga upp að flokk­arn­ir sem vilji koma Íslandi inn í Evr­ópu­sam­bandið ætli með ein­hverju móti að standa á hliðarlín­unni þegar kem­ur að þessu stóra hags­muna­máli. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn muni hins veg­ar beita sér haf hörku gegn aðild að ESB, það byggi á hug­sjón.

Á sama tíma sé hálf­kákið hjá nýrri rík­is­stjórn yf­ir­gengi­legt. Ef ein­hver raun­veru­leg­ur vilji væri til þess meðal þjóðar­inn­ar að halda áfram á þess­ari veg­ferð hefði verið hrein­leg­ast að boða til at­kvæðagreiðslunn­ar strax á nýju ári.

Orðaskipt­in um þetta mál í þætt­in­um má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en þau eru einnig rak­in í text­an­um hér að neðan:

Eins og mara yfir þjóðfé­lag­inu?

Evr­ópu­mál­in. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur verið þvers­um í þeim efn­um. Þarna eru tveir stór­ir flokk­ar sem hafa haft þetta á stefnu sinni. Þeir eru að boða at­kvæðagreiðslu í síðasta lagi 2027 um fram­hald aðild­ar­viðræðna. Verður ekki allt und­ir­lagt í þess­um mál­um fram að þeim tíma? Leggst þetta ekki eins og mara yfir þjóðfé­lagið hérna næstu tvö til þrjú árin?

„Það helst sem ég hef við þetta að at­huga er hvernig menn eru að nálg­ast þetta hug­mynda­fræðilega. Það er ekki óvænt að þeir vildu ýta þessu á und­an sér vegna þess að þau sjá það öll að það er glapræði. Það er eng­inn stuðning­ur við, ef það væri ein­hver stuðning­ur við að ganga í Evr­ópu­sam­bandið núna þá hefðu þau auðvitað bara viljað klára það núna í janú­ar. Vegna þess að all­ir væru bara að kalla á það að ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Hver hefði viljað fresta því í tvö ár eða annað?“

Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Bene­dikts­son er formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Kristó­fer Lilj­ar

Földu málið aft­an við bak

En þau vilja fara inn í Evr­ópu­sam­bandið. Þau segja að lang­tíma­hags­mun­ir Íslands séu tryggðir þar inni. Þor­gerður Katrín hef­ur sagt það, Kristrún hef­ur gert það og allt henn­ar fólk.

„Já, en mér fannst mjög lítið fara fyr­ir því. Það var meira að við vor­um að draga það fram og benda á það í aðdrag­anda kosn­ing­anna að ef þau fengju tæki­færi til þess þá myndu þau setja málið á dag­skrá, jafn­vel þótt þau væru með það dá­lítið falið bak við bak. Og það er ná­kvæm­lega það sem er að koma í ljós.“

„Ótrú­lega dap­urt mál“

Seg­ir Bjarni málið allt hið dap­ur­leg­asta.

„Hug­mynda­fræðilega er þetta al­veg ótrú­lega dap­urt mál. Vegna þess að þeir sem í hjarta sínu trúa því að við eig­um að er­indi inn í Evr­ópu­sam­bandið að það sé hags­muna­mál fyr­ir okk­ur til lengri tíma að ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Þeir ættu að segja: Það er þangað sem við ætl­um að fara, við veðrum að fara þangað. Það er þarna sem hags­mun­um okk­ar er best borgið. Til þess að leggja af stað í þá veg­ferð og ljúka þeim svo með samn­ing­um þá ætl­um við að bera málið und­ir þjóðina í þjóðar­at­kvæði og við ætl­um að sjálf­sögðu að berj­ast fyr­ir því að það verði farið í Evr­ópu­sam­bandið. Og leggja eitt­hvað und­ir, að setja stefnu­mál sitt í kosn­ingu með því að segja þetta er það sem við stönd­um fyr­ir og við ætl­um að standa og falla með því. Nei, það er ekki það sem þau gera. Þau segja: það er svo mik­il­vægt að fram­kalla þjóðar­vilj­ann ein­hvern  veg­inn með kosn­ingu og við ætl­um ekk­ert að hafa skoðun á því, við ætl­um ekki að segja fólki hvað það eigi að kjósa. Þetta er bara mál sem er fram­kvæmd­ar­legt atriði. Mik­il­vægt að það fari fram þjóðar­at­kvæðagreiðsla fyrst Jó­hönnu­stjórn­in lét hana ekki fara fram árið 2009 eins og hún átti að gera. Og svo sjá­um við bara hvað kem­ur út úr þessu. Þetta er bara ein­hver furðuhug­mynd. Þetta hef­ur hvergi verið gert, það hef­ur hvergi nokk­urs staðar verið gert.“

Hvernig end­ar þetta?

„Þetta get­ur ekki endað nema með ósköp­um fyr­ir stjórn­ina. Vegna þess að stjórn­in er að segja að hún ætli að efna til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um mál sem hún hef­ur enga sér­staka skoðun á. Ætlar ekk­ert að leggja neitt að veði til þess að fá ein­hverja niður­stöðu með þetta. Þetta er allt sam­an á röng­unni, þetta stend­ur allt sam­an á haus. Enda lagði ég það til að málið færi til þjóðar­inn­ar þegar Jó­hanna og Stein­grím­ur óskuðu eft­ir því við þingið að fá að sækja um þá sagði ég hvort við ætt­um ekki að spyrja þjóðina fyrst þetta er það sem þið viljið gera. En að segj­ast ætla að boða til þjóðar­at­kvæðagreiðslu án þess að leggja nokkuð und­ir og í sjálfu sér án þess að vera með neitt þing­mál til þess að að setja umræðuna af stað.“

Ekki klókt

En er þetta ekki klókt af þeim?

„Þetta er auðvitað þannig að það er ekki að halda neinu áfram. Það verður auðvitað að taka málið upp frá rót­um. Það er al­veg aug­ljóst.“

Minn­ir á Ices­a­ve-at­kvæðagreiðsluna

En er þetta ekki klókt hjá þeim að gera þetta svona fyrst það er ekki samstaða um þetta í stjórn­inni? Var nokk­ur önn­ur leið fyr­ir þau að brúa þetta bil milli flokk­anna?

„Ef þú held­ur að það sé klókt þá segi ég að þetta mun allt enda með ósköp­um, ef það er svona sem menn ætla að halda á þessu. Al­veg eins og all­ar at­kvæðagreiðslur þar sem menn eru bara að fara í gegn­um ein­hver forms­atriði með því að láta kjósa. Þetta er svona, við sáum þetta auðvitað ger­ast þegar fyrri Ices­a­ve-at­kvæðagreiðslan fór fram þá töluðu þau þetta allt sam­an niður, sögðu að þessi at­kvæðagreiðsla væri bara óþarfi, enda fengu þau 98% á móti sér. Og mér finnst bara eng­in brag­ur á því. Ef menn vilja láta kjósa um Evr­ópu­mál­in þá verða menn að setja hjartað í málið. Ég skal segja þér hvað Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mun gera. Hann mun berj­ast gegn því að rík­is­stjórn­in fái heim­ild til þess að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu að nýju. Vegna þess að við erum stjórn­mála­flokk­ur sem hef­ur skoðun á þessu máli. Við eig­um er­indi við þjóðina, við höf­um rödd, við höf­um hug­sjón­ir, við ætl­um að leggja þær hug­sjón­ir fyr­ir fólk og biðja það að íhuga hvað það eigi að gera með at­kvæði sitt. Við ætl­um ekki að standa á kant­in­um og segja, ja, hér er bara mál sem er þannig vaxið að við treyst­um okk­ur ekki til að hafa skoðun.“

Mun þessi stjórn sitja fjög­ur ár?

„Ég ætla engu að spá fyr­ir um það. Hingað er kom­in stjórn sem hef­ur meiri­hluta á þing­inu og það er mikið und­ir þeim sjálf­um komið hvernig úr spil­ast.“

En þú ert sér­fræðing­ur í þess­um efn­um, þú hef­ur komið að stjórn­um sem springa í loft upp.

„Það er ein stjórn sem hef­ur haldið út. Það er rík­is­stjórn­in sem við vor­um í. Hún hélt ekki bara út, hún sat í sjö ár sem er al­gjört met.“

Viðtalið við Bjarna Bene­dikts­son má sjá í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is