Jón stundar nýsköpun í hákarlaverkun

Jón Svansson segir mikla vinnu að skera hákarl og er …
Jón Svansson segir mikla vinnu að skera hákarl og er hún ekki minni þegar tekst að koma með fimm slíka í einum túr. Ljósmynd/Aðsend

Jón Svans­son hef­ur á bát sín­um Norður­ljós­um NS-40 landað meiri há­karli á und­an­förn­um fimm árum en nokk­ur ann­ar. Hann hef­ur reynt ýms­ar aðferðir við verk­un há­karls og stund­ar nú ný­sköp­un á þessu ann­ars form­fasta sviði ís­lenskr­ar mat­ar­gerðar. Þykir afurðin með ein­dæm­um góð og ekur Jón lang­ar leiðir um vegi lands­ins til að koma góðgæt­inu til kaup­enda, að því er fram kom í um­fjöll­un sem birt var í des­em­ber­blaði 200 mílna.

Það ligg­ur vel á okk­ar manni er blaðamaður nær tali af hon­um, enda Jón ný­kom­inn heim eft­ir dvöl á Teneri­fe. Get­ur hann ekki annað en játað því að vera nú orðinn sól­brúnn og fal­leg­ur. „Já, maður er bara undrafag­ur orðinn,“ seg­ir hann létt­ur.

Þrir í togi. Veiðarnar gengu vel síðastliðið sumar og landaði …
Þrir í togi. Veiðarn­ar gengu vel síðastliðið sum­ar og landaði Norður­ljós NS-40 heil­um 13,2 tonn­um af há­karli. Ljós­mynd/​Aðsend

Til­efni sam­tals­ins er þó ekki sól­ar­ferð Jóns held­ur að blaðamaður varð þess var að bát­ur hans, Norður­ljós NS, hef­ur að síðastliðnu sumri meðtöldu landað tæp­lega 30 tonn­um af há­karli frá ár­inu 2019. Er þetta tæp­lega þriðjung­ur há­karlsafla Íslend­inga á tíma­bil­inu.

Jón seg­ist hafa hafið há­karla­veiðarn­ar í maí, eft­ir að grá­sleppu­tíma­bil­inu lauk, en þurft að hætta um miðjan júní því afl­inn var svo mik­ill. „Þetta gekk bara rosa­lega vel, jafn­vel aðeins of vel. Ég myndi ekki ná að verka þetta allt ef ég hefði haldið áfram. Marg­ir voru á bil­inu 600 til 700 kíló og einn lík­lega tonn,“ svar­ar Jón spurður hvernig veiðarn­ar hafi gengið síðastliðið sum­ar.

Þarf vinnslu­leyfi

Hvernig er að landa fimm hákörl­um, er ekki mikið verk að vinna þetta?

„Jú, það er ekk­ert smá­ræði. Maður þarf að byrja kannski fimm eða sex að morgni og standa í skurði langt fram á kvöld.“

Þá sé jafn­vel ákveðinn ókost­ur að sitja uppi með of mikið hrá­efni þar sem eina leiðin til að geyma há­karl­inn sé að frysta hann. „Við þetta verður rosa­legt vökv­atap, en þessi vökvi nýt­ist í kæs­ing­una. Há­karl­inn verður al­veg góður en ekki al­veg eins.“

Unnið er að nýsköpun á sviði verkunar hákarls á Vopnafirði. …
Unnið er að ný­sköp­un á sviði verk­un­ar há­karls á Vopnafirði. Auk­in úr­koma hef­ur gert nýj­ar aðferðir nauðsyn­leg­ar. Ljós­mynd/Í​slands­há­karl

Jón seg­ir mikla list að verka há­karl og hef­ur gert það und­an­far­in ár und­ir merkj­um Íslands­há­karls. Það sé þó verið að flækja há­karla­verk­un með reglu­gerðum að mati hans og nú sé Mat­væla­stofn­un far­in að skipta sér af.

„Auðvitað er mik­il­vægt að fólk sem fram­leiðir mat­væli hafi hlut­ina í lagi en Mat­væla­stofn­un veit bara ekk­ert um það hvernig há­karl er verkaður,“ seg­ir Jón og út­skýr­ir að hann hafi nú þurft að sækj­ast eft­ir vinnslu­leyfi fyr­ir starf­sem­ina. „Ég fæ ekk­ert að skera þetta niður í bita ann­ars. Það er samt á leiðinni leyfið, ég hef verið að vinna í því.“

Viðtalið má lesa í heild sinni í des­em­ber­blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: