Hefur ekki stundað kynlíf í rúmt ár

Brandi Glanville.
Brandi Glanville. skjáskot/instagram

Raun­veru­leika­stjarn­an Brandi Glan­ville, sem er best þekkt fyr­ir þátt­töku sína í sjón­varpsþáttaröðinni The Real Hou­sewi­ves of Bever­ly Hills, ræddi op­in­skátt um einka­líf sitt í hlaðvarpsþætti sín­um, Brandi Glan­ville Un­filt­ered, nú á dög­un­um. Glan­ville viður­kenndi meðal ann­ars að hafa ekki stundað kyn­líf í rúmt ár og sagði það vera vegna af­mynd­un­ar í and­liti.

Glan­ville, sem er 52 ára, var greind með ofsa­bjúg, sem er of­næm­is­sjúk­dóm­ur, á síðasta ári og hef­ur forðast náin sam­skipti við fólk síðan.

„Ég hef ekki stundað kyn­líf síðan í októ­ber á síðasta ári. Ég hef ekki kysst neinn. Ég hef ekki um­geng­ist fólk, í al­vöru talað,“ sagði hún, en Glan­ville von­ast þó til að breyta þessu sem fyrst. 

„Lækn­ir­inn minn sagði mér að það gæti tekið fimm ár fyr­ir and­litið að jafna sig. Ég nenni ekki að bíða svo lengi.“

Glan­ville var gift leik­ar­an­um Eddie Cibri­an á ár­un­um 2001 til 2009. Hjón­in skildu þegar upp komst um fram­hjá­hald Cibri­an með söng­kon­unni Le­ann Ri­mes. 

mbl.is