Inga Sæland þarf að breyta um takt

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 5:25
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 5:25
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Inga Sæ­land þarf að breyta um takt í op­in­berri fram­komu, nú þegar hún er orðin ráðherra. Þetta er mat þeirra Björns Inga Hrafns­son­ar og Vig­dís­ar Häsler en þau eru gest­ir nýj­asta þátt­ar Spurs­mála sem tek­ur stöðuna á stjórn­mál­un­um eins og þau blasa við nú milli jóla og ný­árs.

Setti ofan í við ráðherra

Vakti tals­verða at­hygli það hnútukast sem Inga lenti í við Kristján Kristjáns­son, stjórn­anda Sprengisands á Bylgj­unni. Þar mætti hún ásamt hinum val­kyrj­un­um tveim­ur, Kristrúnu Frosta­dótt­ur og Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur. Varð Kristjáni og Ingu nokkuð sundur­orða og setti þátt­ar­stjórn­andi ofan í við hinn nýbakaða ráðherra fyr­ir það hvernig hún hagaði orðum sín­um.

Vigdís Häsler er meðal gesta í Spursmálum að þessu sinni.
Vig­dís Häsler er meðal gesta í Spurs­mál­um að þessu sinni. mbl.is/​Kristó­fer Lilj­ar

Skef­ur ekki utan af því

Inga hef­ur aldrei verið þekkt fyr­ir að skafa utan af hlut­un­um og hef­ur það meðal ann­ars gerst oft­ar en einu sinni í Spurs­mál­um þar sem hún hef­ur mætt og rætt frétt­ir líðandi stund­ar en einnig í aðdrag­anda síðustu kosn­inga.

Björn Ingi Hrafns­son, rit­stjóri Vilj­ans tel­ur að fylgi Flokks fólks­ins muni hrynja hratt á kom­andi vik­um, nokkuð í anda þess sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur upp­lifað í Reykja­vík und­ir stjórn Ein­ars Þor­steins­son­ar.

Umræðurn­ar um hina nýju stöðu Ingu, og hvað hún þýði fyr­ir hana póli­tískt og per­sónu­lega, má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan.

Hér að neðan má svo einnig sjá viðtalið við Björn Inga og Vig­dísi í heild sinni, ásamt ít­ar­legu viðtali við Bjarna Bene­dikts­son, formann Sjálf­stæðis­flokks­ins.



mbl.is