Telur ekkert svigrúm til mikilla hækkana

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir ekkert svigrúm til stórfelldrar hækkunar …
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir ekkert svigrúm til stórfelldrar hækkunar veiðigjalds. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gunnþór Ingva­son for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar seg­ir ekki til staðar svig­rúm til stór­felldr­ar hækk­un­ar á veiðigjaldi og vís­ar til þess að nú um ára­mót­in hækkaði kol­efn­is­gjald mikið. Hann seg­ir jafn­fram ljóst að grípa verði til veru­legr­ar hagræðing­ar ef strand­veiðum eigi að vera tryggðar aukn­ar veiðiheim­ild­ir með því að ganga á kvóta út­gerða lands­ins.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í ára­móta­kveðju for­stjór­ans sem birt hef­ur verið á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

„Ný rík­is­stjórn tók við fyr­ir jól og óska ég henni velfarnaðar í sín­um störf­um fyr­ir land og þjóð. Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar er komið inn á mál­efni sjáv­ar­út­vegs­ins og meðal ann­ars fjallað um rétt­lát auðlinda­gjöld. Ég held að eng­inn sé því ósam­mála og hef­ur sjáv­ar­út­veg­ur­inn ekki hafnað rétt­lát­um auðlinda­gjöld­um,“ seg­ir Gunnþór.

„Þegar rætt er um rétt­lát auðlinda­gjöld þarf hins veg­ar að hafa í huga hvernig staðan er í dag bæði hér á landi og hjá sam­keppn­isaðilum okk­ar er­lend­is. Það ligg­ur fyr­ir að kol­efn­is­gjöld, sem ekki eru til staðar í sum­um sam­keppn­islönd­um okk­ar í sjáv­ar­út­vegi, eru að hækka mikið um ára­mót­in. Orku­kostnaður hef­ur sömu­leiðis rokið upp á ár­inu og um­hverf­i­s­væn raf­orka er af skorn­um skammti. Þá ligg­ur fyr­ir að veiðigjöld á upp­sjáv­ar­fisk munu marg­fald­ast um ára­mót­in. Þannig að svig­rúm til tvö­föld­un­ar á veiðigjöld­um, eða stór­felldra hækk­ana á þeim, er ekki til staðar í nú­ver­andi um­hverfi.“

Til­færsla kvóta kalli á hagræðingu

Þá vík­ur Gunnþór máli sínu að strand­veiðum og fyr­ir­ætlan­ir nýrr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að festa í sessi 48 veiðidaga fyr­ir alla strand­veiðibáta.

„Til­færsla á afla­heim­ild­um hef­ur verið nefnd í því sam­hengi. Verði um frek­ari til­flutn­ing að ræða úr afla­marks­kerf­inu yfir í strand­veiðina þýðir það ein­fald­lega að fyr­ir­tæk­in verða að bregðast við með hagræðingu. Það get­ur falið í sér samþjöpp­un vinnslu og fækk­un skipa og þar af leiðandi gæti sjó­mönn­um, sem hafa at­vinnu af veiðum, fækkað.“

Strand­veiðisjó­menn hafa fagnað áform­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar en fátt er í hendi með hvernig hún hyggst standa við hin fögru fyr­ir­heit. Hef­ur verið bent á að það þurfi að tvö­falda afla­heim­ild­ir strand­veiða í þorski í um 20 þúsund tonn til að tryggja öll­um bát­um um­rædda veiðidaga.

„Íslend­ing­ar tóku upp kvóta­kerfi og stýr­ingu á veiðum því sjáv­ar­út­veg­ur­inn sem at­vinnu­grein var kom­inn í öngstræti sök­um of­veiði og óhag­kvæms rekstr­ar. Óheft­ar ólymp­ísk­ar strand­veiðar, án stýr­ing­ar á magni eða fjölda, eru síst til þess falln­ar að auka verðmæti eða hag þjóðar­inn­ar,“ seg­ir Gunnþór.

Bend­ir hann á reynslu Norðmanna af því að hrá­efn­is­verð „lækk­ar á ákveðnum tím­um árs­ins þegar smá­bát­ar kepp­ast um að veiða óheft á ákveðnum tíma. Þess vegna á ég erfitt með að trúa að mat­vælaráðherra ætli að auka afla­heim­ild­ir um­fram vís­inda­lega ráðgjöf sem hef­ur verið horn­steinn ís­lenska fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is­ins. Í dag byggja gild­andi afla­regla og vott­an­ir á þeirri stýr­ingu.“

Gunnþór seg­ir al­manna­hags­muni að um­gjörð at­vinnu­lífs­ins sé fyr­ir­sjá­an­leg og styðji sam­keppn­is­hæfni út­flutn­ings­greina. „Þannig mun okk­ur lánast að halda áfram á braut auk­inn­ar verðmæta­sköp­un­ar og byggja bet­ur und­ir áfram­hald­andi lífs­kjara­sókn þjóðar­inn­ar.“

mbl.is