Þorgerður Katrín fékk tækifæri í Sjálfstæðisflokknum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Bjarni Bene­dikts­son tel­ur að lengi hafi staðið til að Viðreisn og Sam­fylk­ing ynnu sam­an. Þótt Þor­gerður Katrín sé fyrr­um vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins þá sé Viðreisn vinstri flokk­ur.

    Þetta kem­ur fram í viðtali við Bjarna Bene­dikts­son á vett­vangi Spurs­mála.

    Lengi stefnt að sam­starfi

    Þar seg­ir hann að margt bendi til þess að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar og Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafi lengi stefnt að því að vinna sam­an.

    Hann seg­ir að jafn­vel þótt Þor­gerður Katrín hafi á sín­um tíma verið vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fengið sín tæki­færi þar þá sé flest sem bendi til þess að Viðreisn sé vinst­ris­innaður flokk­ur.

    Orðaskipt­in um þetta má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan.

    Í viðtal­inu ræðir Bjarni um skatta­hækk­ana­til­lög­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og hvernig hann tel­ur að þær muni birt­ast í sam­starfi við Viðreisn og Flokk fólks­ins. Bend­ir hann á að skatt­ar séu til­tölu­lega háir hér á landi í alþjóðleg­um sam­an­b­urði og að nær væri að stefna að því að lækka þá en hækka.

    Þá kem­ur hann einnig inn á stöðu út­lend­inga­mála.

    Viðtalið við Bjarna Bene­dikts­son er aðgengi­legt í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

    Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Bjarni Benediktsson. Þau leiddu Sjálfstæðisflokkinn sem …
    Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir og Bjarni Bene­dikts­son. Þau leiddu Sjálf­stæðis­flokk­inn sem vara­formaður og formaður á ár­un­um 2009-2010. mbl.is/​sam­sett mynd
    mbl.is