Fékk hláturskast og gekk út úr þættinum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Jakob Birg­is­son uppist­and­ari hef­ur söðlað um og gerst op­in­ber  starfsmaður. Það gekk þó ekki bet­ur í dag en svo að Stefán Ein­ar, stjórn­andi Spurs­mála sprakk úr hlátri og gekk út úr eig­in þætti.

    Fyrr í vik­unni var til­kynnt um að Jakob hefði ráðið sig sem aðstoðarmann Þor­bjarg­ar Sig­ríðar Gunn­laugs­dótt­ur, nýs dóms­málaráðherra.

    Sleg­inn út af lag­inu

    Þegar hann ræddi póli­tík­ina og sló á létta strengi sló það stjórn­anda þátt­ar­ins út af lag­inu og þurfti hann að stíga út úr upp­töku­ver­inu í nokkra stund áður en hann mætti aft­ur til leiks.

    Eina til tvær til­raun­ir þurfti til að koma þætt­in­um á sporið að nýju. Teymið að baki Spurs­mál­um ákvað að senda þátt­inn út með uppá­kom­unni og má sjá uppá­kom­una hér að ofan.

    Viðtalið var að öðru marki at­hygl­is­vert og upp­lýs­andi. Þar ræða þeir Jakob og Stefán Ein­ar, ásamt Mörtu Maríu Win­kel Jón­as­dótt­ur meðal ann­ars um ný ára­móta­ávörp Höllu Tóm­as­dótt­ur, for­seta Íslands og Kristrún­ar Frosta­dótt­ur, for­sæt­is­ráðherra.

    Viðtalið má í heild sinni sjá hér að neðan:

    mbl.is