Meirihluti óánægður með ákvörðun Bjarna

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Árni Sæberg

51% lands­manna er óánægt með þá ákvörðun Bjarna Bene­dikts­son­ar, þáver­andi mat­vælaráðherra í starfs­stjórn, að veita nýtt leyfi til veiða á langreyðum, sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu. 35% segj­ast hins veg­ar ánægð með ákvörðun­ina.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Dýra­vernd­un­ar­sam­bandi Íslands og Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um Íslands.

Þegar spurt var hvort fólk væri hlynnt eða and­vígt því að hval­veiðar yrðu bannaðar með lög­um sögðust 44% hlynnt slíku banni en 39% sögðust því and­víg.

„Þannig ligg­ur fyr­ir að mun fleiri eru óánægð með ákvörðun um nýtt hval­veiðileyfi og sömu­leiðis styðja mark­tækt fleiri lands­menn að hval­veiðar verði bannaðar með lög­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Könn­un Maskínu fyr­ir Dýra­vernd­ar­sam­band Íslands og Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands var  gerð dag­ana 12. til 19. des­em­ber síðastliðinn, á meðan starfs­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar var enn að störf­um. Svar­end­ur voru 2.062 tals­ins.

61% kvenna er óánægt með ákvörðun um nýtt hval­veiðileyfi, 63% íbúa höfuðborg­ar­inn­ar sömu­leiðis og 65% þeirra sem eru með há­skóla­mennt­un.

„Þegar rýnt er í niður­stöður könn­un­ar­inn­ar varðandi spurn­ing­una hvort fólk sé hlynnt eða and­vígt því að hval­veiðar verði bannaðar með lög­um kem­ur í ljós að 53% kvenna lýsa sig hlynnt slíkri laga­setn­ingu, 58% íbúa höfuðborg­ar­inn­ar og 57% fólks með há­skóla­mennt­un,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is