Sakar yfirmann hjá Vegagerðinni um fjárdrátt

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Rík­is­stjórn­in hef­ur opnað sann­kallað Pan­dóru­box með sam­ráði um aukna ráðdeild í rík­is­rekstri. Á tæp­um þrem­ur sól­ar­hring­um hafa nærri 2000 um­sagn­ir verið send­ar inn. Í inn­send­um til­lög­um má meðal ann­ars finna ásak­an­ir á hend­ur op­in­ber­um starfs­mönn­um um fjár­drátt.

    Yf­ir­vinna og dag­pen­ing­ar

    Þetta er meðal þess sem tekið er fyr­ir í nýj­asta þætti Spurs­mála. Þar er bent á inn­senda til­lögu frá manni að nafni Ant­on Daði Fjöln­is­son. Seg­ir hann far­ir sín­ar ekki slétt­ar eft­ir að hafa starfað á vita­sviði Vega­gerðar­inn­ar árið 2021. Full­yrðir hann að yf­ir­maður sinn, sem hann ekki nafn­grein­ir, hafi mis­farið með op­in­bert fé, bæði í formi notk­un­ar á bif­reið í op­in­berri eigu, en einnig með því að hafa of­skráð yf­ir­vinnu­tíma og dag­pen­inga.

    Vitinn í Grímsey. Hann tengist efni fréttarinnar ekki beint.
    Vit­inn í Gríms­ey. Hann teng­ist efni frétt­ar­inn­ar ekki beint. mbl.is/​Ant­on Guðjóns­son

    Rík­is­bif­reið til einka­nota

    Í at­huga­semd­inni seg­ir hann meðal ann­ars:

    Ég starfaði hjá Vega­gerðinni árið 2021 í vita­deild yfir sum­arið. Ég hef aldrei séð eins mikla spill­ingu í líf­inu mínu. Hvernig farið er með al­manna­fé er skelfi­legt. Enda­laust verið að kaupa hluti sem var óþarfi eða jafn­vel notaður einu sinni. Yf­ir­maður minn notaði rík­is bif­reið til einka notk­uns, og ofskrifaði dag­pen­inga til sín ásamt yf­ir­vinnu tím­um.“

    Í Spurs­mál­um er einnig rætt við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, formann Miðflokks­ins og fyrr­um for­sæt­is­ráðherra. Þar lýs­ir hann skoðun sinni á uppá­tæki rík­is­stjórn­ar­inn­ar og til hvers hann telji það leiða.

    Fyr­ir­spurn til Vega­gerðar­inn­ar

    Spurs­mál hafa sent fyr­ir­spurn á Bergþóru Þor­kels­dótt­ur, for­stjóra Vega­gerðar­inn­ar og vænta má að svar frá henni verði gert heyr­in­kunn­ugt í síðasta lagi næsta föstu­dag, þegar Spurs­mál fara að nýju í loftið á slag­inu 14:00.

    Viðtalið við Sig­mund Davíð má sjá í heild sinni hér að neðan. Í þátt­inn mættu einnig Marta María Win­kel Jón­as­dótt­ir og Jakob Birg­is­son.

     

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina