Djúpkarfakvótinn tryggði laun sjómanna

Útgáfa djúpkarfakvóta þvert á ráðgjöf tryggði að aflanum var ekki …
Útgáfa djúpkarfakvóta þvert á ráðgjöf tryggði að aflanum var ekki landað sem VS-afla og tryggði þannig laun sjómanna segja formaður og varaformaður Félags skipstjórnarmanna. mbl.is/Þorgeir

Ekki var óeðli­legt að Bjarni Bene­dikts­son í hlut­verki sínu sem mat­vælaráðherra hafi ákveðið að út­gefn­ar skyldu veiðiheim­ild­ir fyr­ir 3.800 tonn­um af djúpkarfa þrátt fyr­ir að vís­inda­menn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar hafi mælt gegn því að veiðiheim­ild­ir skyldu gefn­ar út. Með kvót­an­um var tryggt að sjó­menn fengju sann­gjörn laun.

Þetta segja þeir Árni Sverris­son, formaður Fé­lags skip­stjórn­ar­manna, og Pálmi Gauti Hjör­leifs­son vara­formaður.

„Ýmsir hafa látið að því liggja að mat­vælaráðherra hafi gengið ein­hverra ann­ar­legra er­inda, svo er nú al­deil­is ekki, staðreynd­in er að fisk­veiðiár­in 2023/​2024 og 2024/​2025 var ekki gef­inn út neinn kvóti í djúpkarfa, það var núll­kvóti. Samt sem áður komu í land á fisk­veiðiár­inu 2023/​2024 rúm­lega 3.400 tonn af djúpkarfa sem landað var að stærst­um hluta í svo­kallaðan VS-afla, en þá fer ein­ung­is 20% af sölu­verðmæti afurðanna til skipta milli út­gerðar og áhafn­ar. Megnið af sölu­verðmæti afurðanna, eða 80% renn­ur til rík­is­ins í Verk­efna­sjóð sjáv­ar­út­vegs­ins. Það er eng­in leið að kom­ast hjá því að djúpkarfi veiðist sem meðafli við veiðar á gráðlúðu og gulllaxi,“ skrifa þeir í bréfi sent 200 míl­um.

„Hafró gaf út kvóta í þess­um tveim­ur teg­und­um bæði á þessu kvóta­ári og því síðasta. Því máttu all­ir vita að óhjá­kvæmi­legt yrði að svipað magn af djúpkarfa myndi veiðast sem meðafli á þessu fisk­veiðiári og því síðasta,“ full­yrða þeir.

Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, og Pálmi Gauti Hjörleifsson varaformaður.
Árni Sverris­son, formaður Fé­lags skip­stjórn­ar­manna, og Pálmi Gauti Hjör­leifs­son vara­formaður.

Greina þeir frá því að Fé­lag skip­stjórn­ar­manna hafi lagt til við mat­vælaráðherra (þá Bjarna Bene­dikts­son) um að gefa út kvóta í djúpkarfa.

„Bæði vegna þess að skip­stjór­ar sem þekkja best til töldu ástand djúpkarfa­stofns­ins ekki gefa til­efni til núll­kvóta. Einnig var fé­lagið að hugsa um þá sjó­menn sem á þess­um skip­um eru, það er að segja að tryggja að sjó­menn­irn­ir fengju eðli­leg og um­sam­in laun fyr­ir sína vinnu, að veiða, vinna, pakka og ganga frá djúpkarf­an­um. Það hljóta all­ir að geta verið sam­mála um að sjó­menn jafnt og aðrir fái eðli­leg og sann­gjörn laun fyr­ir sína vinnu. Það var því full­kom­lega eðli­legt að mat­vælaráðherra gæfi út kvóta í djúpkarfa.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina